Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 6

Skírnir - 01.12.1919, Page 6
212 Jón Thoroddsen. [Skirnir hennar og menning, í glímu við náttúruna, dauða og lif- andi. Áhrif þessarar viðureignar á hug skáldanna verða efni listar þeirrar og ljóða. Og enginn er svo frumlegur, að hann verði ekki að nema að miklu leyti list sína af fyrirrennurum sínum. Veltur ekki litið á því, hvort menn- ing og lífskjör leggja upp í hendurnar á skáld- og rithöf- undefnum fyrirmyndar- eða viðvörunarbækur, er þeir eru á næmasta rekinu. Hvort þeim berast þá lélegar riddara- sögur og 5>rejfara«-rusl á danósa skrípamáli, eða beztu rit á vora tungu og vandaðar þýðingar úrvalsrita hins ment- aða lieims. Eg ætla, að lafhægt myndi að sýna, hversu leirbullslestur hefir að nokkru spilt smekkvísi og dómvísi flestra ljóðskálda vorra, svo að þeir hafa ekki beðið þess bætur, þótt þeir öfluðu sér góðrar mentunar. Fyrir börn- um og unglingum á ekki að hafa nema góðar bókmentir —- þar verður að fara eftir sömu lögum sem í siðferðileg- um efnum. „Smekkurinn sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber“. Vant er að vita, hve vel það hefir verið fallið til eft- irdæmis, alt er skáldið las í bernsku, þó að hann riti sjálf- ur á marga lund svo vel, að vera megi ungum skáldum til eftirbreytni. Gera má ráð fyrir, að hann hafi á unga aldri kynst íslendingasögum. Hann fór ungur til síra Sig- urðar Jónssonar á Rafnseyri, föður Jóns Sigurðssonar, og dvaldist lijá honum fjóra vetur. Iiefir hann vafalaust þeg- ar átt kost á að kynnast sögum vorum á heimili þessa merkisprests. Og ekki hefir síður gefið færi á að lesa þær á heimili Sveinbjarnar Egilssonar, Eyvindarstöðum á Álftanesi, þar sem hann naut undirbúnings-kenslu vetur- inn áður en hann settist i Bessastaðaskóla. Þarf engum getum að því að leiða, hvílíkt gagn honum sem öðrum lærisveinum þessa ágætismanns hefir orðið að tilsögn hans og viðkynningu við hann. Án efa hefir Jón Thoroddsen verið Hómers-þýðingum hans handgenginn og numið af þeim á marga vegu. Slíkum lífs- og mannlýsanda sem Jóni Thoroddsen hefir hlotið að þykja gaman af lýsingum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.