Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 10

Skírnir - 01.12.1919, Page 10
216 Jón Thoroddsen. [Skírnir fljótt, sem raun varð á, er Jón Thoroddsen fór að lýsa sveitalífi voru. Það er sagt, að tízka í klæðaburði flytjist hingað, er hún sé liðin undir lok utanlands. Svipað hefir mátt segja um nýjar stefnur í bókmentum og menning. En þá er Jón Thoroddsen reit »Pilt og stúlku*, höfðu örfá skáld útlend nýbyrjað iýsingar á alþýðu- og sveitalífi. Þá er eg var lítill drengur, var mér sagt, að »Piltur og stúlka« og »Maður og kona« væru sannar sögur, þetta hefði gerst, er þær segja frá, söguhetjurnar verið til, en skáldið breytt nöfnum á þeim. Það er nokkuð hæft í þessu. List Jóns Thoroddsens er, meðal annars, fólgin í, að hann velur sér hentugt smíðaefni úr öllum þeim ógrynn- um smíðaefna, er skáldanna bíða á fjörusöndum mann- hafsins. Og hann lagar efnið haglega til, en lagar það ekki mjög til. Af ýmsu virðist mega ráða, að öll skáld noti ávalt að nokkru fyrirmyndir í mann- lýsingum og gerð mannlíkana, eins og málarar og mynd- höggvarar í listaverkum sínum. En þau laga og aflaga, glæsa og afskræma mismikið. .Jón Thoroddsen má for- takslaust telja til þeirra skálda, er breyta fyrirmyndum í minna lagi. Glögt skáldauga hans sér fólkið, sem vel er til sögulegrar meðferðar fallið, orð þess og athafnir, er auðkenna það skýrast, atburði þá, sem sögulegir eru og hann skeytir saman á ýmsa vegu. Tengdadóttir skáldsins, frú Theódóra Thoroddsen, ritar skemtilega og fróðlega grein í þetta hefti »Skírnis< um kynja-karl þann, er hann hafði að fyrirmynd Bjarna á Peiti og segir sögur þær, er hann (o: fyrirmyndin) gæddi kunningjum sínum á. I upphafi greinar kemst frúin, meðal annars, þannig að orði: »Sögufólkið í »Manni og konu« er svo skýrt dregið, að það á heima um allar jarðir, og sjálfsagt hefir athug- ull maður rekið sig á það, eitt eða fleira, hér og hvar meðfram lífsgötunni. En við Vestfirðingar þykjumst standa þar betur að vígi en aðrir, að við segjumst þekkja þá menn og konur, sem skáldið hefir haft að fyrirmynd*. — — Og enn ritar hún: »Þau foreldrar mínir (o: Guð-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.