Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 15

Skírnir - 01.12.1919, Side 15
■Skírnir] Jón Tboroddsen. 221 við lýsing heimildarkonu minnar á presti þeim, er talin er fyrirmynd hins þjóðkunna kennimanns sögunnar.^' Sama kona segir mér og fullum fetum, að fyrirmynd- ir þeirra Hlíðarhjóna hafi verið hjón ein, er bjuggu á Brekku í Dýrafirði og hétu Jens og Guðrún, og að Sig- urður bóndi sé mjög líkur Jens þessum »Oh, rétt er nú það«, hafði verið orðtak hans. Jón Thoroddsen hefir ekki gleymt því. »Hallvarður Hallsson, rétt er það ogáttheima í Borgarfirði; rétt er það«, lætur hann Sigurð segja. Og í annari linu neðar er hann látinn segja: »A, já, já, Kjalarnesi, rétt er það«. Og á næstu blaðsíðu má lesa: »Rétt er það«, sagði bóndi (Sigurður). »Fóruð þér þá fjallasýn núna?« Fyrirmynd Þórdísar hafði verið skör- ungur mikill, tekið sem hún af skarið í öllu, er hún lét sig varða. Hafði Jón Thoroddsen haft miklar mætui' á þess- ari vestfirzku sæmdarkonu. Gaman er að taka eftir, hve lítið hann breytir bæjarnafninu, kallar Hlið í stað Brekku Menn hafa nú séð nokkur sýnishorn þess, hvernig söguhetjur Jóns Thoroddsens eru til orðnar, hve nærri hann heggur fyrirmyndum sínum. Væri mjög fróðlegt, að þetta efni væri rannsakað rækilega, er myndi miklu fleira leiða í ljós en það, sem liér hefir verið uefnt. Heyrt hefi «g ávæning af, að Arnfirðingar kannist við fyrirmynd gár- ungsins Finns, er verst lék á Sigvalda prest. En það, sem uú er sagt um fyrirmyndir sögufólks Jóns Thoroddsens, verður að nægja að þessu sinni. En atburðir og afrek þau, er sögur hans skýra frá? Ætli að liann hafi búið þau til eða tekið þau héðan og handan, úr lífi samtíðar sinnar og Vestfirðinga? Ef til vil hefir hann búið sumt til. En sennilegast þykir mér, að hann bafi haft í þessu efni ekki ólíkt lag °g á persónum sínum, valið sér til frásagnar atvik og at- hafnir, er gerst höfðu, en látið sumt gerast á öðrum stöð- utu, en það gerðist í raun og veru og aðrar persónur vera riðnár við atburðina en komu við þá eða, ollu þeira.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.