Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 16

Skírnir - 01.12.1919, Side 16
222 Jón Thoroddsen. [Skírnir Virðist raér þetta auðséð, bæði af stefnu sögunnar og ör- litlum gögnura, er eg hefi náð í um þetta efni. Alkunna er, að prestur sá hinn vestíirzki, er Sigvaldi klerkur er gerður í líkingu við, ginti jörð af raanni. Er sögð af því falleg saga, hversu sýsiumanni einum tókst með drengilegri slægð að ónýta það kaup. En ekki voru það þau Brekkuhjón úr Dýrafirði, fyrirmyndir Hliðarhjóna, er því bragði voru beitt. Skáldið hefir því að nokkru dreift við þetta jarðakaup öðrura en þar áttu hlut að máli. Styð- ur þetta það, sem áður var sagt um skáldleg vinnubrögð Jóns Thoroddsens. Margir lesendur sagna hans hafa víst veitt því eftir- tekt, hve hörmulega ganga bréfaskifti í báðum sögum hans Valkvændið Gróa á Leiti svíkst um að skila bréfi Sigríðar til Indriða. í Reykjavík er bréf Indriða til Sigríðar rifið upp, en honum sent falsað svar frá Sigríði. í >Manni og konu« stelur Sigvaldi prestur bréfum og skrifar annað i staðinn, undir nafni Þórdisar í Hlíð. An efa flýgur mörg- um í hug, er þeir athuga þetta: »Þetta er ekki skáld- smíð ein. Það er einhver fótur fyrir þessu*. Og þeim skjátlast ekki heldur í þessu. Þær systur, frú Ásthildur Thorsteinsson og frú Theodóra Thoroddsen, hafa sagt mér, að vestfirzk hefðarfrú hafi farið óráðvandlega með bréf frá Þóreyju, móður Jóns Thoroddsens, til manns, er hún unni, en auðnaðist ekki að njóta. Er þetta fróðlegt dæmi þess, hvernig skáldið fer með atburðina, gerir upprunann annan, lætur móður í stað húsmóður falsa bréf fyrir barni sínu, o. s. frv. Það er auðsætt af þeim dæmum, er nú hafa verið talin, að skáldið hefir haft lifandi menn og raunverulega atburði fast í huga, er hann samdi sögur sinar. Jón Thor- oddsen er ekki einn þeirra skálda, er segja má um, sum- um þeirra til lítillar sæmdar, líkt og kveðið var að orði forðum: »Efni kenninga hans var sjálfur hann.« Iíann kostar kapps um að segja sem sannast frá, að líkja sem mest eftir lífinu. Skáldskapur hans er h 1 u 11 æ g u r. Það er aðdáunarvert, hve persónur hans eru frálausar honum,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.