Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Síða 19

Skírnir - 01.12.1919, Síða 19
Skírnir] Jón Thoroddsen. 225 ylur í orðum Þorsteins, er hann kveður Sigrúnu dóttur sína sofandi og lagar rúmfötin á henni: »Vertu nú sæl, litla yndið mitt, og gráttu nú ekki, þegar þú vaknar og sér, að hann babbi þinn er horfinn.» (»Maður og kona«, 2. kap.) Jón Thoroddsen virðist hafa haft mætur á börn- um og tekið sárt til þeirra. Drengilega lætur hann Þór- disi í Hlíð berjast fyrir því við bónda sinn, að þau hjón taki Sigrúnu litlu tií fósturs. Sum orð Þórdísar í þeirri brýnu anda skilningi skúldsins á kjörum munaðarlausra barna og meðferð þjóðfélagsins á þeim, t. d.: »Hún (o: Sigrún) er efnileg eftir aldri, barnið, en eigi hún nú að komast á flæking og fara í misjafna samastaði, þá held eg verði líkt um hana og suma aðra munaðarleys- ingjana, sem missa foreldra sína á unga aldri og. komast á hrakning mann frá manni. Enginn leggur rækt við þá. Þeir verða afstyrmi til líkarns og sálar alla æfi.< Sigurð- ur bóndi byrjar svar sitt á þessa leið: »Þetta er nú sann- leiki, sem þú segir.« (»Maður og kona«, 4. kap.) Hér er nkki um að villast, hver skoðun skáldsins og skilningur var á þessu mikilvæga efni. Hann grípur hér á iliu kýli, dæmir samtíð sína og — vora.. »Þetta er sannleiki, sem þú segir,« verðum vér að segja við skáldið. fíann lýsir fáskrúðugu og lítilsigldu fólki, fullorðnum börnum. Sögukappar hans geta sofið vært fyrir andieg- um óróa. Þeir eru lítt hneigðir fyrir bókarameut, dreng- irnir þeir. Enginn þeirra er hugsandi maður. Þeir sitja ueðarlega í neðsta bekk menningarinnar. Við sögur hans koma fjórir lærðir menn, auk Sigvalda prests, stúdent- arnir Ormur og Þórarinn, sýslumaðurinn, sem Þórarinn er skrifari hjá, og síra Tómas i »Pilti og stúiku«. Með engum þessara manna sést andlegt lífsmark, nema Þórar- inn er skáldmæltur. En hann yrkir líka eins og — Jón Thoroddsen. Og þó á »Maður og kona* að gerast fyrir daga höfundarins. Mörg skáld hefðu þreytt list sína á að láta Tómas prest fiytja snjalla vígsluræðu, fulla mannvits og áhrifamikillar andagiftar, yfir þeim Guðmundi 'Höllu- syni og Sigríði. Skáldið segir líka í hálfgerðu skopi, að 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.