Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 20

Skírnir - 01.12.1919, Side 20
Jón Tkoroddsen. [Skírnir 226 séra Tómas hafi talað með guðlegum krafti, en hann lof- ar lesendum sínum hvorki aðsjá né heyra ræð- una, nema textann: »Efndanna er vant, þó heitin séu góð.« Er það að minni ætlun galli á sögunni, að góða vígslu- ræðu skortir til skýringar á fágætri röggsemi Sigríðar á, síðustu stundu, á siðferðilegum heljarþremi. — Þórarinn stúdent er merkilega litlaus og óeinkennilegur. Sama máli gegnir um Sigrúnu, unnustu hans, og aðalhetjur »Pilts og stúlku«, Indriða og Sigríði, er þau eru komin af bernsku- skeiði. Hæfileikar skáldsins virðast ekki njóta sín nema við óþroskað fólk. En fullorðnu börnin skáldsins verða ekki kölluð sak- laus börn. Að vísu eru aðalpersónur í báðum sögum hans beztu börn, eða er ætlað að vera það. Og hann lætur trúmenskuna ganga sigri hrósandi af hólmi. Og Þórdís í Hlíð er ólík sumum kvenskörungum i því, að hún er kona skapfeld. Hefir skáldið gengið vel frá lýsing á henni. En annars fer ekki mikið fyrir drengskap sögukappa hans. Hann kynnir oss ekki eingöngu auðtrúa einfeldningum og hálfgerðum fábjánum, matgoggum, hégómaskepnum og manngjörnum konum, heldur og nurlara- og grútarsálum, kjaftakindum, bréfafölsurum, samvizkulausum og ágjörn- um bragðarefum sem séra Sigvalda. Það er skáldleg list, sem laðar að sögum Jóns Thor- oddsens, en ekki siðleg fegurð, skemtilegar gáfur né fjöl- þætt skaplyndi sögukappa lians. Hann líkist í því fjall- drapanum, sem Hannes Hafstein yrkir um, að „hann heldur við jörðina, hlómskreytir fátt“. En persónur hans eru aftur bráðlil'andi, þó að sumar séu fullmiklar skrípamyndir og missi nokkurs í af skáldlegu gildi fyrir bragðið, t. d. Grímur meðhjálpari. Jón Thor- oddsen er skáld, sem kann að láta persónur sinar tala. Það hefir gagnað skáldsögum hans, að hann hefir að lík- indum verið fætt leikrita-skáld, þótt aldrei semdi hann neitt leikritið. Vér menn erum hver öðrum ólíkir, þótt vér séum í aðra röndina hver öðrum líkir, erum engir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.