Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 25

Skírnir - 01.12.1919, Page 25
Skírnir] Jón Thoroddsen. 281 is um leið, senda íieirum skeytið en fjendum sínum. Hann -er stundum miskunnarlaust keskinn eða níðskár. Hann á og á hinn bóginn til grátgljúpa viðkvæmni, er hann yrk- ir um börn eða barna missi, t. d. í >Vöggukvæði« sínu, er hann notar í >Pilti og stúlku« til að túlka geðshræringar og angurdrauma Sigríðar, er hún á í stríði við sjálfa sig um, hvort hún eigi að fara til Möllers kaupmanns eða eigi. Eru vísurnar eðlilegar í munni óspiltrar sveitastúlku, er svo stóð á fyrir: „Yizka með vexti æ vaxi þér hjá Veraldar vélráð ei vinni þig á. Svíkur hún seggi og svæfir við glaum. Ovörum ýtir í örlagastraum. Yeikur er viljinn, og veik eru börn. Alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn“. I beztu kvæðum sínum, bæði skopvísum og öðrum ljóðum, hefir hann áhrif með óbrotnum lýsingum og sönnum, t. d. í vísunni »Úr þeli þráð að spinna« eða »Vorið er komið og grundirnar gróa«. Þótt þær séu ólíkar að efni, er handbragðið sama. Báðar vísurnar lýsa. I »Vorið er komið« felst skáldblærinn að eins í lýsingunni. Þar eru engar líkingar né persónugerð, nema ef telja má til þess, að »hæðirnar brosa«, sem hýrgar og hrífur, enginn lof- söngur um dýrð og unað vorsins eða fjörgandi áhrif þess á mennina. List erindisins er fólgin i því, að skáldið vel- ur úr öll skemtilegustu auðkenni vorsins og fegurstu fjör- spreítina og sýnir þá, er hvarvetna svo fundvís á orð og einkenni, að hann kemst af með ótrúlega stutt mál til svo rækilegrar lýsingar. Vér sjáum gilin og lækina »fossa af brún«, svani á tjörnum, þresti á túnum, lömb hlaupa á gróandi bölum og seinast blessuð börnin leika sér að skelj-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.