Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 32

Skírnir - 01.12.1919, Page 32
238 Maðnr og kona. [Skírnir hundahnúta, hryggjarstykki, völustallur. Aldrei skal hér sjást hupp- eða síðubiti, þó allir askarnir renni í flotinu«. Kendi hann þetta mest ráðskonu, sem vön var að skamta, því hann þóttist sjá þess mun, ef húsfreyja skamtaði, og var þá vanur að segja brosandi: »Nú heflr hún skamtað sjálf*. Oft var það að brúðkaupsveizlur og annar mannfagn- aður var hafður í Hólsbúð. Var Einar ávalt látinn sitja þær veizlur, þó ekki væri hann sérstaklega boðinn. Það sagði móðir mín, að svo hefði Einar þá dregið á bátinn, að hann fór venjulega tvisvar—þrisvar undan borðum og upp fyrir bæ, rak þar ofan í kok sér fjöðurstaf vættan í lýsi, svo hann gæti ælt og létt á maganum, settist svo aftur að matnum sem ekkert hefði í skorist. Eitt slíkt veizlukvöld var það, að húsfrejTju og grið- konum kom saman um, að óþarft myndi að skamta Ein- ari kvöldskatt, hann myndi óneyddur eftir borðhaldið. Morguninn eftir kemur Einar að máli við húsfreyju og segir: »Eg saknaði asksins míns í gærkvöldi, heillin góð«. Húsfreyja kvað það hafa verið gleymsku sína og hét að bæta úr því. Sem vænta mátti, var Einar matskygn og fanst mikið um, hve mikið færi í gest og gangandi i Hólsbúð. Eink- um var hann sár á sviðura og lundaböggum, sem færu á borð handa Eyjólfi dannebrogsmanni í Svefneyjum ogöðr- um bændahöfðingjum. Hafði Eyjólfur pata af þessu. Eitt sinn sem oftar var Eyjólfur á ferð i Flatey, hitt- ir Einar hann og spyr, hvort hann ætli að gista. »Onei karl minn«, sagði Eyjólfur, »eg ætla hvorki að eta sviðin eða lundabaggana í Hólsbúð í kvöld«. »Það er þá aldrei ógert sem gert hefir verið«, sagði Einar og gekk snúðugt í burtu. Hafði Eyjólfur gaman af svari karlsins. Fleiri sögur en þetta, sem færandi eru í letur, man eg ekki af Einari gamla, enda raun þetta nægja til að sýna skyldleika hans og Bjarna á Leiti. Aðra eða fleiri af þeim mönnum, er »Maður og kona« segir frá, skal eg ekki ættfæra, en vera má að einhverir séu þeir vestfirðingar, er þekki hitt fólkið, og væri ekki ófróðlegt ef það léti til sín heyra. Reykjavík i júnimáDuði 1919. Theodora Thoroddsen.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.