Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 33

Skírnir - 01.12.1919, Page 33
Endurminning’ar um Jón Árnason. Aldarafmæli Jóns Árnasonar bar upp á þ. 17. dag ágústmán. s. 1. Ekkert mót sást á því, að öðrum en nán- ustu vandamönnum væri það kunnugt. Vann þó sá mað- ur svo margt í þarfir þjóðar sinnar, að vel hefði farið á því, að minningu hans hefði verið nokkur sómi sýndur. — En þetta er nú eins og gengur, að gott þykir að fá gull í lófann, og gleyma tíðast hvaðan það er komið. Og hver hefir lagt skírara gull í lófa vorn en Jón Árnason, er hann rétti að oss þ j ó ð s ö g u r n a r? »Það er mesta gleðin mín í lífinu«, sagði hann tíðum, »að eg hefi hvergi séð nema rifnar og skítugar þjóðsögur«„ Munu þeir og fáir, er helzt á óhreifðum þjóðsögum i bóka- skáp sínum. Hitt er tíðara, að þær gangi manna á milli °g séu bókstaflega lesnar upp til agna. Og hve mik- inn fróðleik og marga stundargleði eigum vér ekki elju °g ósérplægni Jóns Árnasonar að þakka, og ekki má hann um það saka, þó sagnir um uppvakninga og afturgöngur, tröll og álfa, grýlur og galdramenn væru miður holl and- ans fæða börnum og óþroskuðum unglingum. Það var þeirra fullorðnu að líta eftir að slíkt væri ekki gleypt skýr- inga og skilmálalaust. I mínu ungdæmi lásum við Þjóðsögurnar í tima óg ótíma. Eðlileg afleiðing þess lesturs var sú, að við þorð- nni ekki um þvert hús, er rökkva tók, og litið stoðaði að hlýða húslestri á kvöldin og lesa bænirnar í rúmi sínu móti ásókn Móra, Skottu, Miklabæjar-Solveigar, Djáknans a Myrká og annars illþýðis að nóttunni, og mörg hefir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.