Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 34

Skírnir - 01.12.1919, Side 34
240 Endurminningar um Jón Árnason. [Skírnir maran mig troðið af þeirra völdum. En þjóðsögurnar spiltu heldur ekki málfæri okkar með útlendum orðskríp- um eða kendu okkur að hugsa eða rita með dönsku sniði, eins og margt hvað, sem unglingunum er fengið í hendur Á seinni árum. Jeg hefi átt þvi láni að fagna, að vera mánuðum saman heimagangur á heimili Jóns Árnasonar og konu hans Katrínar Þorvaldsdóttur. Þegar eg kom fyrst til Reykjavíkur, það var haustið 1879, stóð svo á högum þeirra hjóna, að nýbúið var að hrekja Jón Árnason frá umsjónarmannsstöðunni við latínu- skólann, og setja hann að heita mátti út á klakann. Voru þau hjónin þá að hola sér niður í lélegum húsakynnum, í svokölluðum Möllershúsum. Man eg hve erfitt var að koma þar fyrir bókum Jóns og húsgögnum þeirra, því talsvert var þar lægra til loftsins og skemmra til veggja en verið hafði i skólanum. En ekki voru þau að æðrast um slíkt, risna og höfðingsskapur þeirra hélzt óbreytt, og Jón var glaður og fyndinn eins og ekkert hefði í skorist. Sagði sögur og þreifaði fyrir sér, hvort aðkomufólkið lum- aði ekki á einhverju, sem vert væri að slægjast eftir og stinga hjá sér. Hann var furðu glöggur á það, gamli maðurinn, hvar berandi væri niður til þeirra hluta, og laut oft að litlu. Þulur, gátur, munnmælasögur, þó smáar væru, voru houum mesti fengur. Jafnvel bögumæli, sem óvitar og lítt málga börn hafa lag á að skapa sér, fýktist hann í, og eg vissi til, að liann átti rneira en lítið upp- skrifað af því tæi. Að eðlisfari var Jón Árnason fljóthuga og nokkuð svo skapbráður maður, en ekki kom það að gjaldi áheimilimb enda átti hann konu, er á sér fáa líka að atgerfi og mann- kostum, virti hann hana mikils og unni hugástum. Jón Árnason hafði orð á sér fyrir glaðlyndi og orðhepni, gerði hann mikið að því, að láta sömu gamanyrðin verða að heita mátti heimilis og persónuföst, en hann sagði þau þannig, að þau þreyttu engan. Eg var t. d. farin að kunna vel við það, að hann sagði við mig á hverjum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.