Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 36

Skírnir - 01.12.1919, Page 36
212 Endurminningar um Jón Árnason. [Skírnir minni, með hve mikilli hugprýði þau báru það reiðarslag, en svo gekk það nærri Jóni, að heita mátti að honum færi daghnignandi upp frá því, og ekki urðu nema 5 ár á milli þeirra feðga. Það er fyrir tilmæli ritstjóra Skírnis, að eg hefi skrifað þessar línur um kynningu mína af Jóni Arnasyni. Hefði eg vel mátt taka það upp hjá sjálfri mér, svo mikils góðs naut eg á heimili þeirra hjóna, og hefði ef til vill gert það, ef eg þættist maður til að gera það svo vel úr garði, sem vera ætti og eg hefði kosið. Sá segir sannast af heim- ili Jóns Árnasonar og konu hans, sem bezt ber því sög- una. Þar réðu húsum höfðingsskapur og maunúð, starf- semi og glaðværð. og þangað var að sækja ýmsa þjóðlega menningu, sem ekki var algeng á þeim tímum í Reykja- vík. Aldir og óbornir standa í þakklætisskuld við Jón Árnason, manuinn, sem varði beztu árum sinum til að safna í þann sjóð, sem hann vissi að aldrei myndi miðla gulli í hans eigin vasa, en stendur opinn hverjum, sem ann íslenzkri tungu og þjóðlegum fræðum. Við hin, sem kynni höfðum af öðlingnum Jóni Árna- syni og kvennskörungnum Katrínu Þorvaldsdóttur bless- um minningu þeirra beggja. Reykjavik i septembermánuði 1919. Theodora Thoroddsen.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.