Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 42

Skírnir - 01.12.1919, Side 42
248 Færeysk þjóðernistarátta. [Skírnir aést á prenti svo teljandi væri. Og bækur að neinu ráði var ekki farið að gefa út fyr en um 1890. Þrátt fyrir örðug kjör hafa Færeyingar á fáum áratugum komið sér upp ritmáli, sem reynst hefir hæft til að láta í ljósi »alt sem til hugar kemur og hjartað hrærir«. Sú þjóð, sem gert hefir betur, líti smáum augum á þessa starfsemi þeirra. Færeysk ljóðlist stendur okkar ekki neitt að baki Það dugar ekki að fara eftir því, þótt kvæðin láti illa i okkar eyrum fyrst í stað. Færeyingar hafa týnt niður stuðlasetn- ingu allri fyrir langa löngu. Ljóð þeirra njóta sín heldur alls ekki, ef þau eru lesin með íslenzkum framburði. Oft og tiðum verða þá rím herfileg, þótt ekkert verði að þeim fundið frá færeysku sjónarmiði. T. d. rimar siga (frb. sia) á biðja (frb. bía), eiga (frb. æa) á breiða (frb. bræa), líð (frb. lúj) á í (frb új), o. s. frv. Það væri skynsamlega gert, að hætta talinu um að færeyska sé afbökuð íslenzka. Fyrst og fremst á hug- tak sem afbökun hvergi heima, þegar um tungumál er að ræða. Sé því hleypt að, verður hvert mál í víðri ver- öld ekkert annað en afbökun einhvers eldra máls. ís- lenzka er afbökuð norræna, hún aftur afbökuð frumnor- ræna. Fáir munu verða til að halda því fram með rök- um, að frumnorræna hafi verið göfgara mál en það, sem við nú tölum. Hér stendur nú heldur ekki einu sinni svo á, að fær- eyska sé komin af íslenzku. Auðvitað er sannleikurinn sá, að hér er um tvö hliðstæð mál að ræða, sem bæði eru runnin af sömu rót, og bæði hafa breyzt eftir því sera timar liðu. Stundum hefir færeyska geymt hið upp- upphaflega, sem glatast hefir í íslenzku. Oftar stendur hún þó fjær fornmállnu. Þráfalt hafa báðar tungurnar orðið samferða. Enn í dag eru þær svo likar, að hvor þjóðin getur stautað sig fram úr máli hinnar, án þess að hafa nuraið neitt áður. Færeyingar eiga þó fullörðugt með að lesa nýja islenzku, en fornmálið veitist þeira létt,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.