Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Síða 46

Skírnir - 01.12.1919, Síða 46
262 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skirnir á sveimi kringum eyjarnar. Æfilok hans urðu þau, að hann var hálshöggviun 1589, og hafa Færeyingar gert hann að þjóðhetju. Eftir 1709 var einokunin rekin á kostnað konungs, en það bætti ekki mikið um. Tilhögunin var engu betri en á Islandi. Eini verzlunarstaðurinn var í Þórshöfn; þangað urðu allir að sækja, hvaðan úr eyjum sem var, og það var löng og torsótt leið fyrir marga. Og þegar menn voru loksins komnir þangað, urðu þeir oft að bíða langa lengi áður en þeim væri sint. Utlend vara var rándýr og oft skemd, enda voru hallæri tíð. Sennilega hefir einokunin ekki orðið Færeyjum til annars eins niður- dreps sem íslandi, en það er fremur landsháttum að þakka og því, að Færeyingar eiga allir heima niðri við sjó, en binu, að verzluninni væri betur hagað. Eins og geta má nærri, undu menn ekki vel þessum kosturu, en samt var höfðingjalýður eyjanna og með hon- um allur almenningur dauðhræddur við, að enn ver myndi fara, ef verzlunin væri gefin laus og báðu stjórnina bless- aða að halda einokuninni við. Sá rnaður, sem fyrst leit- aðist við að létta henni af Færeyingum var Nolseyjar- Páll. Hann varði til þess æfi sinni að berjast fyrir frjálsri verzlun og bættum hag þjóðar sinnar, enda mun hann ætið verða talinn með hennar beztu mönnum. Og hann er eigi að eins brautryðjandi í verklegum efnum á landi og 8jó, heldur og eitt hið fremsta skáld Færeyinga í sinni grein. Pdll Pálsson (Poul Poulsen) var fæddur iNolseylTGö. Hann tók sér síðar nafn eftir eynni og kallaði sig Nolsöe. Færeyingar sjálfir eru vanir að kalla hann Nolsoyar-Pál. Á unga aldri var hann lengi í siglingum og sá sig um víðar í heiminum en flestum landa hans auðnaðist í þá daga. Laust eftir aldamótin snéri hann aftur heim og setti bú í Færeyjum. Á þeim árum mun hann hafa ort fiest kvæði sín. En búskapurinn varð brátt ónógur fyrir stórhug hans og atorku. Hann einsetti sér að berjast fyrir verzlunar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.