Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Síða 48

Skírnir - 01.12.1919, Síða 48
254 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skírnir Sumarið 1808 lét Páll í haf aftur og ætlaði að sækja kornfarm til útlanda. fíann komst á endanum til Lund- úna og fekk þar skip hlaðið korni. Með það sigldi hann heim á leið, en upp frá því hefir aldrei til hans spurst. Færeyingar hafa löngum haldið, að skipið hafi verið skot- ið í kaf, og einokunarkaupmenn hafi staðið þar á bak við. Með fráfalli Nolseyjar-Páls féll öll viðreisnarstarfsemi Færeyinga til jarðar um hrið Verzlunin var ekki gefin laus fyr en mörgum árum síðar. En Páli hafði tekist að leiða svo vel i ljós bresti einokuninnar, að verzlunarfrels- ið má að nokkru leyti telja árangur af starfi hans. Þó að Færeyjar heyrði til danska rikinu, höfðu þær þó frá fornu fari haft löggjöf og stjórn meir í félagi við Noreg en Danmörku. Þó voru þær látnar fylgja Dan- mörku 1814 og gerðar að dönsku amti tveim árum síðar. Og það héldu þær áfram að vera eftir stjórnarskránni, sem Danir fengu 1849. Þess þótti ekki þörf að spyrja Færeyinga ráða, og þeir létu heldur ekkert til sín heyra. Stjórnarskráin mælti svo fyrir, að Færeyingar skyldu senda tvo fulltrúa til ríkisdagsins danska, sinn í hvort þing. Þetta skipulag helzt enu. Fyrstur fólksþingmaður þeirra var Niels Christopher Winther. Meðan hann sat á þingi, komust á tvær endurbætur sem Færeyjum hafa komið að hinu mesta gagni: Lögþingið forna, sem lagt hafði verið niður 1816, var endurreist 1852. Enn er skipulag þes3 að mestu hið sama og þá varð. Lögþingið er nú skipað 20 þjóðkjörn- um mönnum, og auk þess eru þeir amtmaður og prófastur sjálfkjörnir. Amtmaðurinn er jafnframt forseti og skal mæla á danska tungu, en annars tala fiestallir færeysku. Neitt vald til lagasetningar hefir lögþingið ekki, þrátt fyrir nafnið, heldur á það að eins að segja skoðun sína á frumvörpum, er snerta Færeyjar og koma fram í ríkis- deginum. Það getur líka sent ný frumvörp þangað. Winther barðist af alefli fyrir frjálsara lögþingi en fekk engu áorkað, og við þetta hefir setið. Merkari viðburður en stofnun lögþingsins var lausn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.