Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 50

Skírnir - 01.12.1919, Page 50
.256 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skírnir stærð. Erm er mikill hluti þeirra ógefinn út. Hið bezta er þó prentað, raunar ekki með þeirri nákvæmni, sem nú er heimtuð at slíkum útgáfum. Og rannsóknir á öllum þeim mörgu vafamálum, sem tengd eru við kvæðin, vant- ar enn tilfinnanlega. Að öllum jafnaði eru kvæðin episk. Yrkisefnin eru komin viða að. En þó má rekja flest þeirra til tveggja aðalstrauma, annars frá Islandi, hins frá Noregi. Þau tvö lönd áttu Færeyingar mest mök við á miðöldum. Færevsk þjóðsaga segir frá því, að eitt sinn kæmi til Færeyja skinnbók frá íslandi, er var svo mikil, að hún var fullþungur baggi á hest. Þaðan eiga kvæði þeirra áð vera runnin. Hvað sem þessu máli líður, þá er víst, að Færeyingar hafa þekt íslenzk sögurit á miðöldum og ort eftir þeim kvæði til að dansa eftir. T. d. hafa þeir kveðið um Gunnar á Hlíðarenda, Kjartan Olafsson, Orm ■Stórólfsson og Þormóð Kolbrúnarskáld, er þeir kalla Tor- mann. Stundum segja kvæðin sjálf frá uppruna sínum með þessum orðum eða þvílíkum: Froðið er komið frá Islandi skrivað í bók so breiða. Frá Noregi hafa Færeyingar fengið mörg af kvæðum sínum. Hingað telst t. d. kvæði um Erlend á Jaðri, sem ber það með sjer, að það er ekki kveðið eftir Olafssögu helga, heldur munnlegum sögnum. Málið í Noregi og Fær- ■eyjum var svo líkt forðum, að Færeyingar gátu auðveld- ■lega einkað sér norsk kvæði, án þess að gera á þeim miklar breytingar. Sum þeirra hafa síðan geymst hjá .þeim einum. Á saraa hátt hafa þeir tekið upp gömul ís- lenzk kvæði eins og síðar segir. Yfir ísland og Noreg bárust einnig til Færeyja ýmsar suðrænar sagnir, sem altíðar voru á miðöldum víða um lönd. Þaðan eru komin Karlamagnúsarkvæði, Tístrams- kvæði, o. fl. Frá íslandi hafa Freyingar jafnvel fengið efnið í gamalt kvæði um þjóðhetju sina Sigmund Brestis- son. Það er eina kvæðið, sem ræðir um innlent eíni, en iheimildin er Færeyingasaga.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.