Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 56

Skírnir - 01.12.1919, Side 56
262 Fæieysk þjóðernisbarátta. [Skírnir Vencelaus (Vensil) Ulricus Hammershaimb var fæddur 25. marz 1819. Faðir hans var síðasti lögmaður í Fær- eyjum. Vensil var alinn upp í Þórshöfn í grend við Svabo, ömmubróður sinn, unz hann var sendur til Dan- merkur i latínuskóla tólf ára gamall. Hann varð stúdent 1839 og lagði fyrir sig guðfræði en stundaði jafnframt norræn mál, einkum íslenzku. I henni fékk hann hjálp hjá íslenzkum stúdentum á Garði. Hann ferðaðist um Færeyjar 1841 og tók þá þegar að safna sögum, kvæð- um, gátum og málsháttum. Brátt varð hann manna fróð- astur um þessi efni, og leiddi það til þess, að hann komst í kynni við SvencL Grundtvig, mann, sem síðar vann mikið starf í þágu færeyskra bókmenta. Grundtvig var um þetta leyti ungur að aldri, en var þó byrjaður á því starfi, sem hann hélt áfram alla æfi, að safna dönskum þjóðkvæðum frá miðöldum og gefa þau út, ásamt rannsóknum á upp- runa þeirra. Eins og nærri má geta voru færeysk kvæði oft fróðleg og nauðsynleg til samanburðar við hin dönsku, enda tók Grundtvig nú að nema færeysku af Hammers- haimb og leggja stund á færeyskan kveðskap. Eftir að Hammershaimb hafði tekið próf 1847, fór hann í nýja söfnunarferð um Færeyjar. Þá er hann kom aftur, tók hann að gefa út hið helzta, sem hann hafði komist yfir. í »Antiquarisk Tidsskriff® komu út þjóðsög- ur, málshættir og fáein kvæði. Og 1851 gaf Det nordiske literatur samfund á ný út kvæðin um Sigurð Fáfnisbana í aukinni og bættri útgáfu Hammershaimbs. Enginn þeirra manna, sem hingað til hafði fengist við ritstörf á færeysku, hafði verið heima í fornmálinu eða islenzku. Það var því eðlilegt að þeirn kæmi ekki til hugar að haga rithættinum eftir uppruna, heldur stafsettu þeir eftir framburði svo sem þeir höfðu bezt vit á. En það hafði ýmsa galla í för með sér. Mállýzkumunur er miklu meiri í Færeyjum en í íslenzku. Og engin mállýzk- an er töluð af svo miklum raeiri hluta íbúanna, að hún beri ægishjálm yfir hinum. Svo að tekin séu fáein dæmi, er það orð, sem svarar til d ó 11 i r á íslenzku, víðast hvar

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.