Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 64

Skírnir - 01.12.1919, Page 64
270 Færeysk þjóðermsbarátta. [Skírnir og þangað í Færej^jum og verið vel tekið, þó að ekki kveði mikið að þeim. Rit Effersöes var tekið að gefa út í minningarútgáfu 1917, og er það sagt til fróðleiks þeim íslendingum, sem kynni að langa til að eignast þau. Jóannes Patursson er fæddur 1866 í Kirkjubæ, bisk- upssetrinu forna. Amma hans var dóttir Nolseyjar-Páls. Jóannes gekk á ungum aldri í búnaðarskóla í Noregi og hefir verið bóndi í Kirkjubæ síðan 1893. Færeyskum land- búnaði hefir hann gert mikið gagn, hafði meðal annars skóla um hríð á heimili sinu. Frá fyrsta fari hefir hann verið höfuðsmaður í baráttunni fyrir rétti færeyskunnar og sjálfræði föðurlandsins og jafnan barist þar sem mest var raunin. Hann lét fyrst til sín taka með eldheitum kvæðum og greinum í Foringatíðindum. 1901 var hann kjörinn fólksþingsmaður fyrir Færeyjar og endurkosinn 1903 þrátt fyrir ákafa mótspyrnu. Það ár gaf hann út á dörmku rit um færeyska pólitík, þar sem hann færir sönnur á það, að illa sé unandi við stjórnarfarið í Fær- eyjum, og eina ráðið til umbóta sé aukin sjálfstjórn. Að því leiðir hann svo góð rök, að trauðla verður hrakið. í lögþinginu ráða þeir amtmaður og prófastur alt of miklu. Báðir eru þeir sjálfkjörnir, amtmaðurinn meira að segja fastur formaður; ef jöfn atkvæði eru báðum megin, sker hann úr. Sýslumenn, sem sæti eiga í lögþinginu, fara oft eftir þvi, sem amtmaður vill, og sömuleiðis kóngs- bændur, því að amtmaðurinn er umsjónarmaður konungs- jarðanna. Eins er um presta og kennara gagnvart pró- fasti, sem jafnframt er fræðslumálastjóri. Amtmaður og prófastur hafa því miklu meiri ráð en hverjir tveir menn aðrir í lögþinginu. Staðhættir eru svo gagnólíkir í Danmörku og Fær- eyjum, að sameiginleg löggjöf er óhugsandi um fjölmörg efni, t. d. landbúnaðarmál og vegamál. Lög, sem gilda eiga fyrir Færeyjar einar, eru aldrei samþykt nema í samráði við lögþingið. En nú gilda öll dönsk lög, sem koma frá ríkisdeginum, líka fyrir Færeyj-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.