Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 66

Skírnir - 01.12.1919, Side 66
272 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skírnir gjalda Færeyjum ákveðna fjáruppkæð á hverju ári úr ríkissjóði. Með þjóðlyndum Færeyingum vakti þetta til- boð mikinn fögnuð, en andstæðingarnír máttu ekki af neinu sjálfræði vita. Undir forustu Olivers Effersoe, bróð- ur Rasmusar, börðust þeir hnúum og hnefum móti því að boðinu yrði tekið og töldu almeningi trú um, að ætlunin væri sú, að slíta Færeyjar frá Danmörku og steypa þeim í fullkomna glötun. Ef Færeyingar ættu að ráða fjár- málum sínum sjálfir, yrði að hækka alla skatta svo fram úr hófi, að enginn mundi geta risið undir. Þetta hreif. Við fólksþingskosningar var Jóannesi steypt og Effersöe kjörinn i hans stað með miklum meirihluta. Þá var úti um alla færeyska sjálfstjórn að sinni. Eftir þetta höfðu sambandsmenn völdin í tólf ár. En smátt og smátt óx andstæðingunum fiskur um hrygg. Fyrsti boðinn um sigur þeirra var það, er hinn ungi, öt- uli málfærslumaður EdwarcL Mortensen var kosinn til fólks- þingsmanns 1915. Hann taldi sig raunar ekki til sjálf- stjórnarflokksins en stóð honum þó næst í öllu. Og 1918 komust loks sjálfstjórnarmenn í meiri hluta í lögþinginu. Fyrsta verk þeirra þar var að senda menn til íslands til að semja um sameiginlega verzlun við Ameríku. Sama ár var Jóannes Patursson gerður landsþings- maður og það er hann enn. Hann hefir samið fjöldann allan af blaðagreinum um ýms efni, einkum búnaðarmál og pólitík. Allar eru þær ritaðar á færeysku, og er það fátítt þar í landi. Einkum er ástæða til að minnast á greinar hans um íslenzk efni. Hann hefir ávalt fylgst mætavel með í íslenzkum málum og viljað láta Færeyinga snúa sér meira til Islands en þeir hafa gert. Oft hefir hann kveðið niður ýmsan róg, sem Dimmaiætting hefir borið út um ísland í því skyni að hræða Færeyinga frá þvi, að fara að okkar dæmi og heimta meira sjálfstæði. í þessu sambandi má og geta þess, að hann á íslenzka konu, og talar svo vel okkar mál, að slíkt mun fátítt um erlendan mann. Einnig um skáldgáfu sver Jóannes sig í ætt við lang-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.