Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 76

Skírnir - 01.12.1919, Page 76
282 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skírnir þessir munu þó vera þeir, sem mestan þáttinn hafa átt í gróðri þeim, er hvervetna hefir komið fram í andlegu lífi Færeyinga á síðustu áratugum. Það sýnir þjóðrækni færeyskra skálda, að ekkert þeirra hefir leitast við að yrkja á dönsku, þó að sú tunga sé þeim töm svo að segja frá blautu barnsbeini, og líkindi til að sumir þeira hefðu getað komist vel áfram í Danmörku með skáldgáfu sinni. Og þó að ófýsilegt sé að vera skáld á Islandi, er það enn óvænlegra í Færeyjum. Höfundarnir mega fagna því, ef einhver fæst til að gefa út bækur þeirra. Þjóðin er svo lítil, og þeir sem bækur kaupa svo fáir, að bókaút- gáfa svarar ekki kostnaði. Meiri hluti allra færeyskra bóka eru smákver, oft minna en fimtíu blaðsíður. Blöð og tímarit hafa orðið að hætta eftir fá ár, og félög, sem stofnuð hafa verið til að koma út bókum, hafa oftast gef- ist upp von bráðar. I landi þar sem flestir eða allir geta lesið dönsku, er enginn hægðarleikur að keppa við dönsk rit. En eigi þjóðin að fá alt vit sitt úr erlendum bók- um, er hún dæmd til dauða fyr eða síðar. Ef færeyskt þjóðerni á að geymast, er Færeyingum lífsnauðsyn að eiga innlendar bókmentir. Sterkasti þáttur í færeysku þjóðerni er tungan. Og hún er nú í háska stödd. Meðan barnaskólarnir eru dansk- ir að rnestu, og það sem þjóðin les helzt, meðal annars blöðin, ritað á dönsku, hlýtur sú tunga að hafa sóknina, og færeyska má hrósa happi ef hún getur nokkurn veg- inn varist. Og nái hún einhvern tíma sókninni i sínar hendur, á hún langan bardaga í vændum, því að víða hefir danskan sett för sín. Jakobsen, sem allra manna var fróðastur um þessi mál, segir svo í formála þjóðsagna sinna: »Færey8k tunga er nú sem stendur á miklu umbrota- skeiði. Annars vegar úir svo og grúir í mæltu máli af erlendum, einkum dönskum, orðum og talsháttum, að halda mætti, að hún nálgaðist tortíming sína hröðum skref- um. En hins vegar er eigi að eins unt, heldur auðvelt,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.