Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 8
6
Matthías Jochumsson.
[Skírnir
Macbeth, sem er heimsfrægt atriði. Hann átti ljósmynd
í fullri stærð af frú Heiberg, eftir málverki Marstrands.
Sigurður málari Guðmundsson var hans uppáhald og átrún-
aðargoð fyrir leiktjöldin hans og lifandi myndir, sem
hann bætti inn á milli þessara dönsku leikrita, sem þá
voru oftast leikin. M. J. var, þegar eg sá hann fyrst, kom-
inn 1 fullt vinfengi við hús Jóns Guðmundssonar. Jung-
frúr og frúr Reykjavíkur léku ýmist á Fortepiano eða
Guitar, sem var móðins hljóðfæri meðan Reykjavík var
hrifin af rómönsku stefnunni, og sungu kvæði Ástu og
Haralds, og lögðu sig fram um að gera það söngrétt og
fagurlega. Þegar eg sá M. J. fyrst, var hann eiginlega
frægur maður í Reykjavík, sunginn á hverju söngelsku
heimili, aðdáður í húsi Jóns Guðmundssonar og miklu
víðar. Fyrir þá, sem kunna að líta svo á, að hér á landi
geti um frægð verið að tala, þá var M. J. nú að ná henni,
og byrjaður var hann þá að þýða Friðþjóf Tegnérs. —
Hann var meðalmaður í gildara lagi, gekk beinn á göt-
unni og bar höfuðið hátt. Þar sem eg veit, að hann hafði
einhvern ama af nefi sínu síðustu árin — það hafði vax-
ið — þá er skylt að taka fram, að á unga aldri var nefið
fínt myndað, þó það stæði ívið hátt. Það er alveg rétt
myndað á myndinni af M. J., sem fylgdi ljóðabókinni,
sem Kristján Ó. Þorgrímsson gaf út.
M. J. kom einu sinni inn til síra Þorkels
, T,ll'tfa s,ra Þ°r" Bjarnasonar og eg var þar í tíma. Síra
kels Bjarnasonar. ,
Þorkell for að stmga upp a pvi, að hann
skyldi láta allan prestskap fara út í veður og vind, en
setja sig hér niður og skrifa hvert leikritið af öðru, og
lifa á því, sem hann fengi fyrir þau. M. J. tók þessu fjarri,
og áleit það ómögulegt. Eg hefi síðar á æfinni séð það,
hvað innilega rétt hann hafði fyrir sér. Hann gat vitnað
í reynsluna. Þegar Útilegumennirnir voru leiknir 1862,
ákváðu leikendurnir að leika fyrir Sigurð málara og Matt-
hías Jochumsson, og hinn þriðja, sem átti að vera fátækur
maður, sem ekki hefði þegið af sveit, þriðja kvöldið, sem
Útilegumennirnir væru leiknir. Þá var leikið í þrettánda