Skírnir - 01.01.1935, Page 9
Skírnir]
Matthías Jochumsson.
7
sinn um veturinn, og bærinn var víst tæmdur, sem sagt er.
IJm kvöldiS komu inn 39 rd., eða 13 dalir á mann. Leik-
félagið fyrirvarð sig, tók peningana og setti þá á tombólu,
«g fengu 119 rdl. upp úr henni, 38—39 rdl. í hlut. —
T"f b Tí hefi tvisvar reiíi® miS á töfra í kveð-
’ skap M. J., sem hafa valdið mér áhyggju
•og óþols. Ekkert annað skáld hefir farið svo með mig.
■ Þegar eg var að læra undir skóla, komu inn á heimilið
erfiljóð eftir barn eða ungling, og hafði Matthías gert.
Eg flaug í gegnum þau, en þegar eg ætlaði að gæta betur
■að þeim, voru þau farin í jarðarförina. Tvær línur höfðu
alegið eins og elding niður í mér. Þær stóðu með lifandi
letri:
Þekkti ei synd í sínu hjarta
Solveig ung og smá.
Dögum saman sat eg hugsi og reyndi að muna hvað
meira hefði verið í vísunni, og þegar eg þóttist vera bú-
Inn að finna það, var vísan svona:
Eftir lindaeyju bjarta
eik og rindar þrá;
þekkti ei synd í sínu hjarta
Solveig ung og smá.
Eg er mjög hræddur um, að annað vísuorðið sé ekki eftir
M. J. Eg vona, að hann segi mér það, þegar við sjáumst
næst. — Hitt tilfellið var, að mér komu í hug orðin:
„Gott á hinn dauði“.
Mér þóttu orðin taka út yfir allt, svo grimm voru þau.
Hvaðan hefi eg þetta? — Mér kom til hugar, að það hlyti
að vera eftir M. J. En hvar, hvar þá? Eg las allan Man-
fred í gegn, mig óraði fyrir að það væri þar. — Man-
fred er mesta snilldar-þýðing og ákaflega röm þar sem
það á við. En í Manfred var það á síðu 48, og vísan er
oll svona:
„Heila þjóð hylur
helskugginn snauði,