Skírnir - 01.01.1935, Page 12
10
Matthias Jochumsson.
[Skírnir
geri ekki ráð fyrir, að eg hafi haft neitt skörp augu, sem
leikhúsgestur, í fyrsta sinn, sem eg kom þar, en einu tók
eg eftir. Á eftir lokasöngnum hneigði Matthías sig miklu
meir en aðrir leikendurnir, og það þótti mér vottur um,
að hann tileinkaði sér áhorfendurna fremur öðrum. —
Eg var í leiðslu um kvöldið. Eg vissi hverjir léku, en setti
þá eiginlega aldrei út úr sambandi við hlutverkið — þeir
voru stúdentarnir, sýslumaðurinn og Skugga-Sveinn og
ekkert annað. Glapsýnin tók mig alveg fanginn. Eg var
ekki viss um, að allt væri búið, þegar tjaldið var fallið
eftir lokasönginn. Eg stóð og beið. Áhorfendurnir fóru,
en eg vissi ekki af því. Eg beið — eftir nokkurn tíma kom
tjaldið upp aftur, og þá stóðu „hin eilífu fjöll“ úr fyrsta
þætti á leiksviðinu aftur, en þar var enginn maður inni.
Dyravörður — eða einhver þess háttar háembættismaður
kom til mín: „Ætlar þú ekki að fara, piltur? Það er bú-
ið fyrir löngu, og allir áhorfendurnir eru komnir burt“.
Eg fór út á götuna. Glapsýnirnar frá Útilegumönnun-
um suðu og ólguðu innan í mér. Á götunni mátti vel hugsa
í þá daga — þar voru engir vagnar á ferð. „Var þetta ekki
það mesta í heimi?“ Eitt var víst — eg hafði heimsótt
Matthías Jochumsson!
t ■■ .1. i *• Eg sendi M. J. frá Höfn erfiljóð eftir
I vo snilldarkvæoi.
Hvammkots-börnin 1874, Kvæðio mun
hafa verið eitt af þeim ljóðum, sem fara tólf í tylftina.
Hann sendi mér aftur í Þjóðólfi: Dauðinn er lækur, og
lífið er strá. Kvæðið er samið af óvenjulegri og ógleyman-
legri andagift. Þetta var 1874. Gröndal hefði líklega sagt
um það: „Slíkt kvæði yrkir enginn oftar en einu sinni á
æfinni“.
Hið næsta mikla kvæði, sem hann lét frá sér fara
sama ár, var: „Ó, guð vors lands“, og því fylgdi lagið eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Hvort fyrir sig er hámark ís-
lenzkrar menningar, og það munu menn hafa fundið þá
þegar. Á þjóðhátíðardaginn 1874 fórum við eitthvað 20
Islendingar í skóginn. Með okkur voru 2 íslenzkar stúlk-
ur í hversdagsbúningi; hvar sem við komum, flugu flögg-