Skírnir - 01.01.1935, Side 13
Skírnir]
Matthías Jochumsson.
11
in að húnum, og „Ó, guð vors lands“ var leikið á lúðra. Við
höfðum mat í einhverju tjaldinu, sem kallað var, þótt þau
hús væru þá öll úr tré, og þar hélt Benedikt Gröndal,
sem var með í hópnum, eina af þessum ódauðlegu fyndnu
ræðum. Annað Champagne þurftum við ekki um daginn.
Eg hélt einu sinni ræðu fyrir Svb. Sveinbjörnsson,
og útmálaði þau vandræði, sem forstöðunefnd 2000 ára
þjóðhátíðarinnar mundi verða í, þegar þeir ættu að út-
vega betra þjóðhátíðarlag og kvæði en S. S. og M. J. —
Eg ímyndaði mér, að þeir mundu gefast upp við það, og
halda hinu gamla. — Aftur á móti gæti málinu vikið svo
við, að Island væri orðið eyðisker árið 2874, þar sem að
eins væru kola- eða rafmagns upplög fyrir erlenda tog-
ara, því íslenzka togara þyldi öfundsýkin og ómennskan
ekki, og salt og tunnu upplög handa erlendum síldarmönn-
um. Þá væri eklci til neins að hugsa um 2000 ára nefndina.
Hún gæti fallið niður.
_ . Laust eftir 1850 byrjaði Páll Sveinsson,
Pall Sveinsson.
sonur Svems Palssonar landlæknis, a við-
tækri bókaútgáfu í Kaupmannahöfn, og hélt henni áfram
til dauðadags. Svo leit út, sem hann hefði tekið sér fyrir
hendur að kynna landsmönnum beztu bókmenntir annara
þjóða um miðja 19. öld. Hann gaf út ársritið „Nýja Sum-
argjöf“ í 5 ár, sem var hvers manns yndi meðan það kom
út. Hann gaf út hátoppinn á rómönsku öldinni, Undínu
eftir Friedrich de la Motte Fouqé, Pílagrím ástarinnar,
Bandingjann í Chillon eftir Byron, Axel Tegnérs og eitt-
hvað fleira. Að lokum gaf hann út í þýðingu alla „Þúsund
og eina nótt“, sem allar þjóðir hafa keppzt við að þýða og
gefa út. Við máttum ekki verða einif eftir.
Egill Jónsson bókbindari og bókaútgefandi í Reykja-
vík, sendi árlega um tíma Pétur skólapilt Guðmundsson,
er síðar varð prestur í Grímsey, með 3 koffortahesta með
sölubókum norður til Skagafjarðar. — Það voru útgáf-
ur Páls Sveinssonar. Pétur seldi okkur unglingunum þær
fyrir peninga, ef þeir voru til, annars borguðum við með
réttarlambi í Stafnsrétt. Réttarlamb átti hver piltur og