Skírnir - 01.01.1935, Síða 16
14
Matthías Jochumsson.
[Skírnir
lestrarleik; allt var gert til að leika það. Hann hefir gert
mjög mikið fyrir leikarana, og var ágætur leikari sjálfur.
Eftir hann hefir vaxið upp hver merkisleikarinn á fætur
öðrum á Englandi, sem nú á síðari tímum eru jafnvel
aðlaðir. Bretar hafa fundið það sjálfir, að málið var farið
að fyrnast, og nauðsyn væri að yngja það upp, það er að
þýða Shakespeare á ensku, en það hefir enginn vogað
enn. Með leikrit eftir Shakespeare í höndunum hefir eng-
inn vogað sér meir en að fella burtu. Leikritin eru lengri
en nú tíðkast, og því alvenja að fella burtu bæði heil at-
riði og kafla úr samtölum.
Þýðing M. J. á Manfred kom út í Höfn
H‘® ýfna skálda- 1375^ 0g mun hann hafa talið Manfred
kyn-I1~Bok’sem beztu þýðinguna sína yfirleitt. Gestur
Hailæri. Pálsson annaðist utgáfuna, og gerði það
vel. En svo hafði M. J. vísað honum á
kvæðisþýðingu eftir Byron, sem M. J. vildi láta prenta á
eftir Manfred, auk annara þýðinga. Gestur fann ekki
kvæðið, og hélt að það væri kvæðið
„Ofan kom Assúr með óvígan her,
sem ísmöl að sjá bakvið rjúkandi hver“.
Til allrar ólukku var þýðingin eftir Grím Thomsen. Þá
kom það enn fram, hve skáldin eru klaksár og reiðigjörn.
M. J. skrifaði Gesti skammir út af kvæðinu, og sæmdi
það ýmsum lýsingarorðum. Gestur svaraði aftur, að
svona gæti enginn talað um kvæði eftir Grím, og aug-
lýsti, að það hefði verið tekið í misgripum.
Árið 1877 prentaði Einar Þórðarson ljóðaþýðing-
arnar Svanhvít. Það var safn af úrvalskvæðum útlend-
um, sem M. J. og Steingrímur Thorsteinsson höfðu þýtt.
Með Svanhvít var hin mikla fyrirætlun M. J. runnin á
enda. Svanhvít var hin merkilegasta bók, að því leyti
líka, að engum hélzt á henni. Hún annaðhvort hvarf úr
láni eða henni var stolið úr hillunum hjá þeim, sem hana
áttu. Einn kunningi minn keypti Svanhvít 5 sinnum og
missti öll eintökin. Eg átti þrisvar Svanhvít, en missti