Skírnir - 01.01.1935, Síða 17
Skírnir]
Matthías Jochumsson.
15
hana öll skiptin. Það var bók, sem allir stálu, hvar sem
þeir fundu hana.
1880 byrjaði hallæri hér á landi, sem stóð yfir í 7 ár.
Landið varð fátækara og fátækara. 1888 — eftir hallær-
ið — urðu útfluttar vörur af landinu minni en nokkru
sinni frá 1880 og til þessa dags. Þær námu þá 2.900 þús-
kr., en voru áður upp í 6 milljónum króna. Markaðurinn
fyrir bækur minnkaði, og drógst saman. M. J. kom síð-
ustu þýðingu sinni á Shakespeare ekki út fyrr en 1887.
Hann sat inniluktur af hafís norður á Akureyri, og ör-
vænti um bata á ástandinu. Hann kom engu út, og þegar
hann fékk Skúla Thoroddsen á Isafirði til að gefa út
Grettisljóð 1897, var hann búinn að bjóða þau hverjum
bóksala og hverri prentsmiðju, og hafði alstaðar fengið
afsvör. í Höfn varð Páll Sveinsson gjaldþrota á „Þúsund
og einni nótt“, eftir baráttu, sem hafði staðið heilan
mannsaldur eða lengur.
. - , -u— í þessum myrkviði, sem M. J. sat í fyrir
norðan, hafði hann sott um skáldalaun,
og ekki fengið áheyrn. Tveir af hinu ýfna skáldakyni
höfðu sótt um hið sama, og það meðal annars spillti fyrir
honum. — 1890 yrkir M. J. kvæðið um Skagafjörð: „Skín
við sólu Skagafjörður", einskonar lands- og sögulýsingu
þessa fagra héraðs. Héraðsmenn stungu kvæðinu inn á
brjóstið til að hlýja sér á tign og fegurð. Þeir vildu launa
kvæðið og heimtuðu skáldalaun handa Matthíasi. Ólafur
Briem bar tillöguna fram á þingi. Eg hefi aldrei heyrt
hann tala betur. Tillagan kom til fjárlaganefndar og var
tekin þar til umræðu. Einn stakk upp á 3000 kr„ síra Sig-
urður Jensson prófastur var um tíma fús á að veita það,
ef M. J. hætti þá alveg prestsskap, því honum þótti M. J.
ekki nógu trúaður á eilífa útskúfun. Ekki greiddi hann
atkvæði með því. Eiríkur Briem greiddi atkvæði með
3000 krónum. — „Eg geri allt fyrir Matthías", sagði
hann. Nefndin greiddi svo atkvæði niður eftir stiganum,
og fékkst fyrst meiri hluti með 1200 kr. Efri deild færði
það í 600 kr., og það gátu vinir M. J. ekki hækkað í sam-