Skírnir - 01.01.1935, Síða 18
16
Matthías Jochumsson.
[Skírnir
einuðu þingi. En þar fengum við fínustu skammaræðu hjá
Grími Thomsen í þessu efni sem öðrum.
Eftir eyðsluklærnar 1891 kom nokkru síðar Hannes
Hafstein, og hann hækkaði skáldalaun M. J. upp í 2400
kr., og mig minnir 3000 kr. á ári síðast, og þá gátum við
kallað M. J. lárviðarskáldið. Þótt það væri jafnan titill,
sem hann kveinkaði sér við að heyra, þótti mér hann sér-
staklega vel við eigandi.
Það var oft, að „lárviðarskáldið" batt ekki bagga
sína sömu hnútum og samferðamenn. Eg fékk frá
honum þýðinguna af Manfred, — sem honum þótti bezt
af þýðingum sínum. — Á bókina var skrifað nafnið mitt
og frá mér. Gamall sundmaður var að segja honum, að
það væri búið að hi'æða sig svo með hákarlinum, að hann
væri hættur að fara í sjó. „Og eg er svo hræddur við rauð-
magann“, svaraði hann. Hann kom með skipi norðan frá
Akureyri. Á Fischersbryggju var krökt af fólki. Þegar
hann gekk upp bryggjuna, sagði hann mjög hátt:
„Komið þið sælir, feður og mæður,
systur og bræður! hræður og skræður!“
Þeir sem voru hræddir um, að hann ætti við sig með
„hræður og skræður“, urðu nokkuð langir í andlitinu.
Eg talaði við hann, þegar lengra kom upp á bryggjuna,
um hafísinn, sem skipið lenti í við horn; hann svaraði
því svo: „Eg gekk fram í stafninn á skipinu, og þegar
hafísinn sá þetta nef, þá flýði hann“.
Lárviðarskáldið var hverjum manni fimari að halda
samkvæmisræður, og gat haldið hverja ræðuna á fætur
annari með sjaldgæfri snilld. í sambandi við það kemur
mér í hug saga Kotzebues af Goethe. í samkvæmi, sem
Kotzebue var í, kemur maður í veiðimannabúningi, sem
hann þekkti ekki í sjón. Þessi nýkomni gestur kom með
hverja hugmyndina annari fínni og gáfulegri. Kotzebue
áleit, að þótt flestir rithöfundar hefðu legið á bæn við
skrifborðið sitt, hefði þeim aldrei komið neitt jafngott til
hugar. Eftir litla stund var maðurinn í veiðimannabún-