Skírnir - 01.01.1935, Side 20
18
Matthías Jochumsson.
[Skírnir
(dóttur Páls Melsteðs yngra), sem var óvenju fróð og
gáfuð kona. Við komum víða um daginn; alstaðar fékk
hann vinsamlegustu og virðulegustu viðtökur. Það, sem
mér þótti að honum, var, að „hann gekk eins og padda“,
til að nota orð Zidéns, og fór hægt yfir jörðina, nema
þegar hann gekk á bragarfótum.
1901 var hann ekki orðinn jafngóður enn eftir fót-
brotið, sem hann lá í á Frederiks-hospítali 1872—3. Jón-
as Hallgrímsson dó þar af fótbroti. Þegar íslenzk skáld
fótbrotna í Höfn, ættu þau að velja sér annað hospítal
til að liggja á.
Daginn, sem lárviðarskáldið varð áttræð-
.. . ur, reistu Akureyrarbuar honum mmms-
Akureyri.
varða í skemtigarði bæjarins. Fáir eru
smiðir í fyrsta sinn. Fótstallurinn er fremur lágkúruleg-
ur, en andlitið er nákvæm mynd af þessu ofvaxna nefi,
sem eigandanum leið svo illa með. Þegar hann stóð fyrir
framan myndina af sjálfum sér, sagði hann: „Einhvern
tíma var nefið á mjer öðruvísi en svona“. Ljósmyndin
hefir verið hugsjón hins raunsýna myndasmiðs. Ljós-
myndin er vélavinna og handverk, en ekki list. Listamað-
urinn vill fá geisla af sál eða sálarlífi mannsins í mynd-
ina, sem hann gerir af honum. Eg hefi þá trú á Akureyr-
arbúum, af því að þeir eru Norðlingar eins og eg, að þeir
geri upp aftur myndina, hvenær sem þeir geta. Minnki
nefið svo það verði eins og það var á myndunum af lár-
viðarskáldinu, og setji lárviðarsveig á höfuð honum.
Sveigurinn var einkenni skáldanna á endurfæðingaröld
listarinnar. Hann misskilur enginn. Svo vil eg biðja þá
heiðursmenn, sem fyrir því eiga að standa, að muna, að
unga listin er oft sjúk — alveg dauðsjúk, og að forðast
alla þá listamenn, sem hafa valið sér orð nornanna í Mac-
beth fyrir einkunnarorð:
„Ljótt er fagurt og fagurt er ljótt,
flögrum í sudda, þoku og nótt“.