Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 21
Síra Matthías Jochumsson.
örlítið brot úr endurminningum.
Eftir Einar H. Kvaran.
Mér er mjög minnisstætt, þegar eg sá síra Matthías
Jochumsson fyrsta sinni, þó að ekkert gerðist þá merki-
legt né sögulegt. Við Jónas Jónasson, sem síðar varð
prófastur og merkur rithöfundur, vorum á gangi á götu
í Reykjavík, á leið í latínuskólann, til þess að leysa þar
af hendi inntökupróf. Eg var í þungum hug, kveið því,
sem fyrir hendi var, og bjóst við því versta. Þá gekk
fram á okkur háleitur, vasklegur og prúðbúinn maður,
þéttur á velli, svipmikill, stórnefjaður, með skegg á
vöngunum. Hann var með staf, og slíkan staf hafði eg
aldrei séð áður: Hann var svo beygjanlegur, að bersýni-
legt var, að hann var ekki ætlaður til þess að styðja sig
við, heldur eingöngu til þess að gera limaburðinn frjáls-
mannlegri og glæsilegri. Þessi maður gaf sig á tal við
okkur, spurði okkur, hvaðan við værum og hvað við vær-
um að fara. Við stundum því upp, og hann mun hafa
heyrt á mér, að eg hugsaði ekki vel til þessarar eldraun-
ar. Einhver hughreystingarorð sagði hann, eg man ekki
hver; en í þeim lá það, að það væri ekki hámark þess
vanda, sem manna biði í lífinu, að komast inn í latínu-
skólann, og við skyldum vera öruggir. Eg skildi svo við
þennan mann, að eg vissi ekki hver hann var. Á eftir
fékk eg að vita, að þetta væri síra Matthías Jochums-
son. Mér þótti mikils um það vert. Hann var einn þeirra
Þnggja manna, sem mér hafði leikið mest hugur á að
2*