Skírnir - 01.01.1935, Side 22
20
Síra Matthías Jochumsson.
[Skírnir
sjá í Reykjavík. Hinir voru Benedikt Gröndal og Stein-
grímur Thorsteinsson. Eg hafði lesið flest, sem út hafði
komið eftir þá á prenti, bæði frumsamið og þýtt.
Það atvikaðist einhvern veginn svo, að eg átti því
láni að fagna að kynnast síra Matthíasi mikið á skóla-
árum mínum — meira en öðrum borgurum í Reykjavík.
Eg varð velkominn heim til hans, hv.enær sem eg vildi,
til þess að rabba við hann. Eða réttara sagt, til þess að
hann rabbaði við mig. Hann var eini menntaði maður-
inn í Reykjavík, sem talaði við mig eins og jafningja
sinn, talaði um stórmál mannkynsins og tilverunnar.
Geta má nærri, að eg, fáfróður og reynslulaus skólapilt-
ur, gat ekkert sagt honum. Og oft hefi eg dáðst að lítil-
læti og Ijúfmennsku þessa hámenntaða snillings, sem
gat lagt sig niður við slíkt samtal — eða öllu heldur
ræðuhöld yfir engum áheyrendum öðrum en þessum lítil-
siglda unglingi.
Æfinlega var mér unun að hlusta á hann. Eg
gleymdi því aldr.ei, að það var mér óverðskuldaður
metnaður og mikil hlunnindi, að mega sitja hjá þessum
fræga, vitra manni og hlusta á hann. En meinið var, að
eg hafði ekki nægan þroska til þess að færa mér það
í nyt að fullu. Sannleikurinn var líka sá, að síra Matt-
hías var ekkert sérstaklega auðskilinn, þegar hann fór
út í heimspekileg efni, sem honum var mjög tamt að
gera. Honum hætti þá við því að gera ráð fyrir því —
sennilega án þess að vita af því — að tilheyrendum hans
væri það mál jafn-ljóst og honum sjálfum, sem hann var
að tala um. Það varð meira af mælsku í talinu en af auð-
veldum skýringum. Hann gerði þá meira að því að stikla
á stillum ,en að sýna niður í djúpið, sem hann var að
fara yfir.
Þroskaleysi mitt kom meðal annars fram í því, að
í einu efni var eg eins og á verði gegn honum. Eg á við
afstöðuna gagnvart hinum nýju bókmenntum Norður-
landa, bókmenntastefnunni, sem venjulega hefir v.erið
kennd við Georg Brandes. Eg var gagntekinn af henni,