Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 23
Skírnir]
Síra Matthías Jochumsson.
21
auðvitað gagnrýnilaust. Síra Matthíasi fannst fátt um
hana, þó að hann kannaðist við, að mikið kæmi þar fram
af gáfum. Mér veitti örðugt að átta mig á þeirri mót-
spyrnu. Eg mat hana ekki mikils, ekki nærri því nógu
mikils. Eg gerði ekki öllu meira úr henni en þeirri lítils-
virðing, sem þeir lögðu hvor á annars ljóð, Matthías
Jochumsson og Grímur Thomsen. Ef til vill er það nokk-
ur afsökun, auk æsku minnar, fyrir þessu skilningsleysi
mínu, að síra Matthíasi lét margt betur í viðræðum en
verulega sannfærandi rökfærsla. Hann var háfleygur
andagiftarmaður, en enginn málfærslumaður. Eg bent.i
á það í ræðu á minningarhátíð Bókmenntafélagsins,
að andláti síra Matthíasar nýafstöðnu, hvað það væri,
sem hefði fælt hann — að þrátt fyrir gáfurnar, sem hann
kannaðist við í hinum nýju Norðurlanda-bókmenntum,
,,fannst honum ekki kenna jafn-mikið þar hinnar æðstu
speki. Honum fannst veruleg fegurð vera þar tiltölulega
lítil. Og mestu máli skipti það, að hann sá þar ekki morg-
unroða annars heims, heyrði ekki hljóminn frá klukkum
eilífðarinnar“. Og langt ,er síðan, er mér fór að skiljast
það, hve mikið síra Matthías hafði þar til síns máls, og
af hve djúpsettum vitsmunum hann leit á þessi efni.
Einhvern tíma var það haft eftir síra Matthíasi, að
hann hefði sagt um sjálfan sig, að hann væri „allra vin-
ur og engum trúr“. Einu sinni var frá þessu sagt á prenti,
svo sem væri það sannmæli. Ómaklegri brigzlyrðum var
naumast hægt að beina í hans garð. Það var að vísu
rétt, að hann gat verið „allra vinur“. Hann var gæddur
þeirri náðargáfu. Hann gat litið á málstað manna, sem
voru honum með öllu ólíkir, með samúð og skilningi. 1
honum bjó ekkert af því ofstæki og þeim ofstopa, sem
girðir fyrir hlýtt hugarþel til manna vegna skoðana
þeirra. En hann var með afbrigðum trúr öllu, sem hann
hafði mætur á, hvort sem það voru menn eða málefni.
Á það hefir áður verið bent, bæði af mér og öðrum. Hér
skal því ekki fjölyrt um það efni — né önnur, með því
að ekki er til þess stofnað, að þetta verði löng ritgerð.