Skírnir - 01.01.1935, Síða 24
22
Síra Matthías Jochumsson.
[Skírnir
En á eitt atriði virðist mér vel hlýða að minnast hér
í því sambandi, af því að eg minnist þess ekki, að mikið
hafi verið um það ritað eftir andlát hans. Það er af-
staða hans til guðfræðinnar. Síra Matthías var heitur
trúmaður. En svo kynlega vildi til, að hann, sem ort hafði
fegursta og andríkasta íslenzka sálma, síðan er Hall-
grím Pétursson leið, og veitt með því trúrækni þjóðar-
.innar ómetanlegan stuðning, var af sumum talinn hættu-
legur vantrúarmaður, sem íslenzk kirkja yrði fyrir hvern
mun að losna við úr prestsstöðunni. Hann var um langt
skeið eini ný-guðfræðingur landsins, og hafði sérstak-
lega orðið fyrir áhrifum af hinum únitar.iska spekingi
Dr. Channing. Hann stóð einn í þessu efni, þangað til hinn
andríki kennimaður og vinur hans, síra Páll Sigurðs-
son, bættist við. Það þarf ekki litla þrautseigju og trú-
mennsku til þess að standa einn með óvinsælar og lítils-
virtar skoðanir.
Þetta mál er þeim mun merkilegra og hugnæmara,
sem dýpra er inn í það skyggnst, og sálarstríð síra Matt-
híasar í sambandi við það er vandlegar hugleitt. Það var
allt annað en þjáningarlaust fyrir hann að líta annan
veg á boðskap kirkjunnar en allir aðrir og vera samt
prestur hennar. Frásögn hans í „Söguköflunum“ (bls.
165—166) um þær þjáningar vígsludaginn hans eru á-
takanlegar. Og oft segist hann hafa átt í sálarstríði, með-
an hann dvaldi í Odda, sakir efasemda, sem aldrei létu
hann í friði. Og hann kveðst hafa staðið „uppi einmana
og átti til engra að flýja, sem hefðu skilið mig“. En
skoðunum sínum hélt hann og við þær stóð hann fram í
andlátið. Og honum auðnaðist líka að vinna þann sig-
ur, að mikill hluti íslenzkrar kirkju færðist mjög nærri
skoðunum hans, áður en hann kvaddi þennan heim. Við
útför hans var honum þakkað af einum af biskupum ís-
lenzku kirkjunnar einmitt fyrir sérskoðanir sínár, er áð-
ur höfðu þótt presti lítt sæmandi.
Eg hverf þá aftur að endurminningum um samtal
hans við mig á skólaárunum. Um trúmál talaði hann