Skírnir - 01.01.1935, Síða 25
Skírnir]
Síra Matthías Jochumsson.
23
ávallt einkar gætilega við mig, ungljnginn, eins og hann
reyndar talaði ávallt um þau ,efni í ræðu og riti. Ekki
gat með öllu dulist í því tali skortur hans á rétttrúnaði.
En langtum me.ira kenndi þar innilegrar trúarsannfær-
ingar. Efasemdirnar og rengingarnar voru eins og smá-
steinar í hinu mikla trúarfljóti í sál hans. Og eðlilega
varð eg meira var við fljótið en steinana.
Lesendur munu ráða það af sumu því, sem sagt er
hér á undan, að hætt hafi verið við því, að nokkuð af
því, sem síra Matthías sagði óþroskuðum unglingi, hafi
far.ið fyrir ofan garð og neðan hjá áheyrandanum. Svo
var ekki, þegar hann tók að segja sögur, af því sem
fyrir hann hafði komið á lífsleiðinni, og af mönnum, sem
hann hafði haft kynni eða spurnir af. Þá var samræðu-
snilldin fullkomin, og oft blandin alveg ógleymanlegri,
góðlátlegri glettni. Þeir, sem lesið hafa „Sögukafla" hans
— og þá bók ættu allir íslendingar að lesa, eins og ljóð
hans — geta farið nærri um það. Það var óuppausanleg-
ur brunnur af töfrandi gamansemi í síra Matthíasi Joch-
umssyni, og í þann brunn gat hann allt af gengið. Hon-
um varð aldrei „alltorfynt“, fremur en Einari skáldi
Skúlasyni. í allri minni viðkynning við hann sá eg þess
glæsilegust dæmi í komu hans til Vestur-íslendinga. Eng-
an mann hefi eg þekkt, sem hefir verið jafn-„auðfynt“
og honum var þá.
Eg mun hafa ritað meira um síra Matthías Joch-
umsson en nokkurn annan mann, og ætla að láta hér
staðar numið að þessu sinni. Eg hefi þrásinnis lát.ið uppi
aðdáun mína og lotningu fyrir þessu hundrað ára af-
mælisbarni og óskmegi íslenzkrar þjóðar. Eg er nú orð-
inn gamall maður og eðlilega farinn að hugsa til sam-
funda við þá, sem á undan eru farnir. Síra Matthías
Jochumsson er einn þeiri’a manna, sem eg hlakka allra-
mest til að hitta. Og mér er eins farið og Grími Thomsen
að því leyti, að eg skil það við „Abrahams skaut“ að
vera samvistum við þá menn, sem vér höfum haft mestar
mætur á.