Skírnir - 01.01.1935, Page 26
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
Eftir Steingr. Matthíasson.
Um það leyti sem mér fór að vaxa vit í kolli, — en
það var um 1880, og faðir minn var þá ritstjóri Þjóð-
ólfs —, þá varð ég fljótt þess var, að algengt var að
bendla nafn hans við nöfn þeirra Gröndals og Stein-
gríms. Þeir voru allir taldir þjóðskáld, og venjulegt að
nefna þá saman alla þrjá, — og í þessari röð: Gröndal —
Steingrímur og Matthías. Þetta var hin svo að segja
óaðskiljanlega skáldþrenning þessa lands, sem þjóðin þá
hafði skipað sess í öndvegi skáldskaparins og ríkti hér
ofar löndum, yfir landi og lýð og öllum minni háttar
skáldum. Eg var þá strax (og er að vísu enn) dálítið
montinn af, að vita mig skyldan og nákominn þessari
tignarlegu þrenningu, og þegar eg seinna fór að læra
um heilaga þrenningu í kverinu, varð sá lærdómur, að
mér fannst, skiljanlegri fyrir þau afskipti, sem eg hafði
haft af skáldþrenningunni.
Þeir Gröndal og Steingrímur voru mér svo elsku-
legir í viðmóti, að mér urðu þeir nærri eins kærir og
faðir m.inn. Og fólkið sagði: „Þú ert sonur skálds og
heitir í höfuðið á skáldi, — þú hlýtur sjálfur að verða
skáld!“ Og eg trúði því framan af. Það var satt, að eg
var heitinn í höfuð Steingrími, af því að hann var bezti
og fremsti vinur pabba, — og hann gaf mér silfurskeið
í tannfé, sem eg á enn. Og Gröndal var svo barngóður
og vænn við mig, að eg elskaði hann líka og dáð.ist
eiginlega meira að honum en hinum skáldunum fyrir