Skírnir - 01.01.1935, Page 27
Skírnir]
Gröndal, Steingrímur, Matthias.
25
það, hve hann teiknaði og málaði fallega, — því það
var mál, sem eg skildi og kunni strax að meta.
Þá voru skáldin góðir vinir og umgengust svo að segja.
daglega — og gátu sagt líkt og Gröndal segir í öðru
tilefni:
„Þá skein i heiði, þrotlangan dag,
sól af blásölum í sefum okkrum“.
Og móðir mín og konur þeirra Gröndals og Steingríms
voru einnig vinkonur og það voru heimsóknir á víxl,
og eg kom oft með pabba til beggja skáldbræðra hans.
Eg man enn vel híbýlapprýði þeirra beggja. Þar voru
skartgripir á borðum og fallegar myndir á veggjum og
einhver hugnæmur ilmur í stofunum, sinn upp á hvern
máta hjá skáldunum báðum; og þeir voru vanir að
standa við há púlt, þegar þeir skrifuðu, eða Gröndal
þegar hann teiknaði og ski'autritaði með sínum lista-
penna. Konur beggja voru mér góðar og mér fannst
þær geðugar báðar, bæði hin danska (fyrri) kona Stein-
gríms og hin svarthærða, svipfríða Ingigerður kona
Gröndals. Eg man það ljóst, þó eg lítill væri (4—5 ára),
að Gröndal var hinn ástúðlegasti eiginmaður, og koma
mér oft í hug vísurnar fallegu, sem hann orti til frú Ingu
sinnar einn afmælisdag hennar. Þar var þetta viðkvæði:
„Þú ert mín lilja og þú ert mín rós,
þú ert mitt einasta blessaða ljós“,
og svo seinasta erindið, sem sýnir hvorttveggja í senn,
ástúð hans og veikleika. Hann segir við Ingu:
„Berðu’ þig að una þér Bensa við hlið,
þó betra sé margt og með dýrðlegra snið,
vertu mín lilja og vertu mín rós,
vertu mitt einasta blessaða ljós“.
Eg man það líka, að eg komst fljótt að því, eins og
aðrir krakkar, að Gröndal var breyskur með köflum
gagnvart Bakkusi, og kunni þá að hneyksla svonefnda
betri borgara. Suma daga klæddist hann sjóhatti, skinn-
stakki og skinnbrók, og fór, ekki í róður — heldur niður
í fjöru og leitaði þar að sjókvikindum, því hann var