Skírnir - 01.01.1935, Síða 28
26
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
[Skírnir
náttúrufræSingur með lífi og sál. Þess vegna sagði faðir
minn í afmælisljóð.i því, er hann sendi honum á áttræðis-
nfmæli hans 1906:
„Horfðir þú hrifinn,
hungur var í augum,
skrýddur skinnstakki,
meðal skjögurkrabba,
undrandi auðæfi
„Fiska fans
og fránir ormar
færið hollustu
fjölvitringi!
Sunddýr, sandmiga,
selamóðir,
ginviðir búrar,
gasterosteus".
Ægis sala,
áttir þú þó, Völundur,
vit og kynngi“.
En stundum, þegar Gröndal kom úr fjörusnuðrinu,
kunni hann að fara upp á knæpu til Halbergs og drakk
brennivín með dónsunum, sem þar voru. Og þar var
haft eftir honum þetta: ,,í kvöld erum við allir dónar,
bæði eg og þið! En á morgun haldið þið áfram að vera
dónar, en það gerir Gröndal ekki“.
Steingrímur var svo að segja daglegur g.estur hjá
pabba, en Gröndal miklu sjaldnar. Pabb.i kom hins vegar
oft til Gröndals; en hann var einrænn og ómannblend-
inn, heimasætinn og vinnugarpur hinn mesti. Steingrím-
ur hafði aftur allt af erindi til að rabba um daginn og
veginn og til að fá pabba til að botna fyrir sig vísur
eða yrkja í sameiningu við hann ýmsar þulur og gaman-
bragi til að skopast að náunganum. Þá höfðu þeir það
einnig til að skopast að erfiljóðum Gröndals (sem fólk
var allt af að panta hjá honum) og ortu þeir þá í spaugi
grafskriftir eftir Gröndal eftir hina og þessa — og stældu
þá sumt af því, sem þeim fannst broslegt og hafði slæðzt
með úr penna Gröndals.
Steingrímur var háðfugl hinn mesti og spandi föð-
ur minn með sér, en eg get trúað, að Gröndal hafi reiðzt
þegar hann frétti slíkt. Og stundum tóku þeir Stein-
grímur og faðir minn sér langa útreiðartúra og fóru
víða og hentu gaman að mörgu (eins og faðir minn segir
frá í æfisögu sinni). En oftar gengu þeir saman suður
á Mela eða upp í Öskjuhlíð eða upp á tún, og eg fékk