Skírnir - 01.01.1935, Page 29
Skírnir]
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
27
aS vera með og- þeir lágu í grasinu og gerðu að
gamni sínu.
Gröndal var aftur á móti ekkert gefinn fyrir „út-
stáelsi". Þó hafði kona hans hann upp í það, að vera
með í Þingvallaferðinni frægu, sem Gröndal seinna kvað
um langt kvæði með hexametri. Foreldrar mínir fóru
með, og frú Herdís Benedictsen, hefðarfrúin auðuga frá
Flatey, og dóttir hennar Ingileif. Þetta varð mikill lysti-
túr, og getur hver farið túrinn með enn þá, með því að
lesa kvæði Gröndals.
Ferðafólkinu er lýst þannig:
.... Útidyr opnar á gátt og í útidyrunum stóðu,
óþolin, elslcandi hjón, frú Ingigerður og Gröndal,
ætluðu ríðandi þá, til Þingvalla þjóðfrægu stöðva,
ásamt Herdísi frú, sem fyrrum Flateyju byggði,
Flateyjar framfara stiptunar stofnfélags bréflega félag,
ásamt munfagri mey, af mönnum Ingileif nefndri,
ásamt gullhlaðs göfugri lind, sem Guðrún er kölluð;
með hana Matthías fór úr mærum feðranna garði,
Matthías ætlaði með, sá margvísi ritstjóri Þjóðólfs,
klerkur og skáld, sem kvæðunum dreifir sem krækiber fjúki,
súrsuð og sæt yfir snjóanna fold, svo hamrarnir dynja,
sjálfur Macbeth gægist úr gröf og gýtur upp augum,
urgar og ýtir upp rödd:
„hvur andskotinn sjálfur er þetta?“
Svo er lýsing á hestunum og Gröndal lætur þá við
og við tala saman, en einkum verður honum tíðrætt um
áburðarhest, sem frú Herdís hafði með og fékk Matt-
hías til að teyma fyrir sig. En þverbandspokinn, sem
bundinn var upp á hann, vildi hallast og svo var klár-
inn níðlatur í tauminn og hafði því Matthías mikið ó-
mak við að laga pokann o. s. frv.
„Matthías tók þá í taum og teygði fákinn um stræti,
allt eins og örskot áfram hann reið með fákinn í taumi“
o. s. frv., en klárinn ætlar að toga tauminn af honum.
Hann biður þá Gröndal að hjálpa: