Skírnir - 01.01.1935, Síða 31
Skírnir] Gröndal, Steingrímur, Matthías. 29
viðris og varð andvaka. Þá tók hann sig til og fór að
yrkja braginn.
Eg held mér sé óhætt að segja, að fá skáld og þeirra
konur hafi átt skemmtilegri samfundi og samræður en
Gröndal, Steingrímur og Matthías og þeirra konur, með-
an vinátta þeirra stóð með blóma, eins og þann tíma
allan, meðan faðir minn var ritstjóri Þjóðólfs og þar til
hann fór austur að Odda og varð prestur þar 1881.
Móðir mín og frú Gröndal voru sérlega samrýndar,
og við elztu börnin, ,eg og Matthea systir mín, lékum
okkur mikið með Helgu dóttur Gröndals. Sem eitt dæmi
um dálæti föður míns á þeim Gröndalshjónum vil eg
minnast á afmælisbraginn, sem hann orti til frú Ingu
Gröndal.
Af því að hann mun vera í fárra höndum, en er
skemmtilegur, skal eg hafa yfir byrjunina til smekks:
,,Þú Braga Nanna, bjartan geburtsdag!
að bjóða þér mitt Andrarímna lag,
það væri að gefa bakarabarni brauð
og bjóða kóngi veturgamlan sauð;
það væri að bera í bakkafullan læk
og bæta kirkjusöng með tröllaskræk;
það væri að selja Svíndælingum smér
og sankte Páli Balles lærdómskver;
það væri að bjóða osta upp i Kjós
og ætla að mála sólina við ljós;
það væri að bjóða Skagfirðingum skyr
og skarfakál við Persakonungs dyr.
Það væri að bjóða Rotschild rýrðarkot
og Rússakeisaranum sviðaflot,
og Viktoríu vaðmálshempuflík
og vinnukonutign í Ólafsvík.
Á Músunum1) er munur, kæra frú,
og mín er, hérna að segja, líkust kú,
er sífellt tottuð, gefur ei meiri mjólk,
en máske fyllir tveggja marka hólk,
en sem þó reyndar mjólka mundi skár,
ef mætti hún standa geld í nokkur ár.
O Menntagyðjunum.