Skírnir - 01.01.1935, Side 33
Skirnir]
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
31
lærði hann bókarlaust í lífsins skóla, við smalamennsku
og sveitastörf, en síðan við verzlunarstörf í Flatey, við
spekúlantstúra, sem hann fór á sumrin norður um land,
ennfremur við vetrardvöl í Kaupmannahöfn 1856, þar
sem hann lærði margt í umgengni við stúdenta, í tungu-
málum, skáldskap og ýmsu fleiru. Og ekki má gleyma
hákarlaveiðum á Breiðafirði, er hann tók þátt í, þeg-
ar hann var 18 ára — og voru þær veiðar þá stundaðar á
opnum bátum, að vetri til, í kulda og misjöfnu veðri. —
Það voru þessar hákarlaveiðar, sem gáfu tilefni til, að
skólap.iltar, er staddir voru á skólablettinum þegar hann
kom fyrst upp í skólann, titluðu hann þannig: „Þarna
kemur hákarlaformaðurinn af Breiðafirði! Hver vill
heilsa honum með hnykk eða hryggspennu?“ Og svo
var Skafti (Jósefsson), sem þar var allra sterkastur,
látinn glíma við kappann.
Eg er fasttrúaður á, að sá harði skóli lífsins hafi
drjúgum bætt honum upp það, sem hann var seinna sett-
ur til bókarinnar heldur en skáldin, og eg held, að há-
karlaveiðarnar — fyrir sig — hafi verið á við lestur
margra bóka.
Það var nú annað, sem þeir Gröndal og Steingrím-
ur höfðu fram yfir Matthías, sem a. m. k. þá var þeim
mikill virðingai^auki meðal fólksins. Þeir voru báðir
tiginbornir.
Gröndal var sonur lærðasta íslendingsins, sem þá
var uppi, þjóðkunna skáldsins og skólameistara lærða
skólans, Sveinbjarnar Egilssonar. Og þar við bættist, að
hann var dóttursonur skáldsins, þá enn nafnkunna, Bene-
dikts Gröndals hins eldra og hét 1 höfuð honum.
Það var ekki nema eðlilegt, að þessi velborni ungi
maður fengi strax góðar viðtökur hjá þjóðinni, þegar
það vitnaðist, að hann væri fæddur skáld og listamaður.
Þjóðskáldin Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson
voru nýlega dánir og Gröndal hinn ungi kemur þá fram,
studdur af Konráði Gíslasyni prófessor og Jóni Sigurðs-
syni forseta og fer að birta lipur og skemmtileg kvæði