Skírnir - 01.01.1935, Page 34
32
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
[Skírnir
í Fjölni og Nýjum Félagsritum. Hann kom eins og kall-
aður til að fylla autt sæti í þjóðskáldaröðinni.
Og svipað mætti segja um Steingrím. Hann var
einnig studdur fram af Jóni Sigurðssyni, sem birti
kvæðin hans í Nýjum Félagsritum og kom honum í rit-
stjórn þeirra. Og ekki vantaði göfugt ætterni, sem hjálp-
aði til góðrar kynningar. Hann var sonur amtmannsins
og lærdómsmannsins Bjarna Thorsteinsson á Stapa og
dóttursonur Hannesar biskups Finnssonar, þess þjóð-
kunna skörungs og fræðimanns.
Faðir minn minntist þess oft, hvílíkar mætur hann
fékk á öldungnum Bjarna amtmanni, sem var blindur
mörg síðustu ár æfi sinnar. Dáðist hann að fróðleik hans
og minni. Þessu kom hann vel orðum að í erfiljóðum
eftir hann. Þar er þetta:
„Sál varð sól
í sjónarmyrkri,
mannvit máni,
minni stjörnur;
var hans hugarhof
sem hallarsalur
ljósi lýstur
um lágnætti“.
Strax í skóla varð Steingrímur kunnur fyrir hve
skáldmæltur hann var og skemmtilega kíminn, og svo
rak hvert snilldarkvæðið annað, sem Félagsritin fóru að
birta eftir hann í Kaupmannahöfn; og svo kom ljóða-
kverið Svava, sem þeir Gröndal og skáldið Gísl.i Brynj-
ólfsson gáfu út í sameiningu.
Með Svövu bárust ljóð þeirra Gröndals og Stein-
gríms um allar sveitir og fengu almannalof og þetta var
áður en faðir minn kom í skóla.
En svo kom hann til sögunnar, bóndasonurinn úr
Þorskafirði, Matthias Jochumsson, sem fáir vissu deili
á og sízt að væri tiginborinn. Hann hafði þó ekki verið
lengi við nám, er orðrómur hans flaug víða — fyrst og
fremst fyrir leikritið tjtilegumennirnir (1860—’61) og