Skírnir - 01.01.1935, Síða 35
Skírnir]
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
33
fyrir þýðinguna á Friðþjófssögu 1866, en jafnframt fóru
að birtast mörg kvæði eftir hann og síðan þýðingar á
Manfred eftir Byron og leikritum Shakespeares. En
verulega þjóðkunnur varð Matthías fyrst eftir þjóðhá-
tíðarkvæði sín 1874.
Það, sem mér nú liggur allra mest á hjarta að
segja og taka skýrt fram, er það, hvað faðir viinn átti
mikið að þakka þeim Gröndal og Steingrími, einkum fyrir
það, hve mikið hann lærði af þeim, þar sem hann var
yngri en þeir og kom seinna fram á sjónarsviðið sem
skáld. —
Þeir Gröndal og faðir minn kynntust í Flatey kring-
um 1855. Gröndal var þá sigldur háskólamaður, fjöl-
fróður mjög og þekktur sem skáld, og kom í stuttar
heimsóknir þar vestur til að finna mág sinn síra Eirík
Kúld og systur sína frú Þuríði Kúld. Og það varð nú í
rauninni ,engu síður hún, sem opnaði augu föður míns
fyrir hagmælsku og gáfum Gröndals. Hún var flug-
gáfuð og lifði og andaði í skáldskap. Hún hafði ung lært
margt af því sama sem Gröndal (eftir því sem hann
segir í æfisögu sinni). Faðirinn kenndi þeim báðum og
vantaði ekki að bæði væru gleypinæm. Af henni lærði
faðir minn, að Gröndal fór ekki með ýkjur þar sem hann
lýsir föður sínum:
„Mér kenndi faðir
mál að vanda,
lærði hann mig,
þó ég latur væri.
Þaðan er mér kominn
kraftur orða,
meginkynngi
og myndagnótt".
I því sambandi er vert að minnast þess, hve systir
Gröndals, frú Þuríður Kúld, hafði afarmikla þýðingu
fyrir framtíð föður míns. Það var hún, sem fyrst sá og
þekkti og glæddi skáldgáfu hans. Það var hún, sem
kom þeim, ágætismanninum Brynjólfi Benedictsen
3