Skírnir - 01.01.1935, Page 37
Skírnir]
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
35
uð og læra tungumál. Þá kynntist hann fljótt ýmsum
stúdentum í Höfn, sem seinna urðu merkir menn hér
heima. En af öllum geðjaðist honum langbezt að Stein-
grími, og hófst strax ágæt vinátta milli þeirra, því Stein-
grímur tók honum sérlega vel, og hafði gaman af að
fræða hann og fræðast af honum. Steingrímur var þá
orðinn fjölkunnugur sem skáld og lærður var hann frá-
bærlega í erlendum og forníslenzkum kveðskap; og nú
leiddi hann föður minn með sér að brjóstum mennta-
gyðjunnar.
Seinna, þegar faðir minn var kominn í skóla, og
lengi úr því, skrifuðust þeir Steingrímur iðulega á og
höfðu mikil og frjóvgandi áhrif hvor á annan. Þessu geta
allir fengið bráðum að kynnast betur, þegar út koma
bréf föður míns, sem nú er verið að prenta. Sést af þeim
meðal annars, að faðir minn verður fyrstur til þess, að
koma Steingrími til að byrja með sér á því að þýða leik-
rit eftir Shakespeare. Þegar þeir voru svo byrjaðir á
verkinu, hvor í sínu lagi, faðir minn í Móum á Kjalar-
nesi og Steingrímur í Kaupmannahöfn, sendu þeir hvor
öðrum handrit sín á víxl til yfirskoðunar, svo að báðir
gætu lært af og leiðbeint hvor öðrum.
Af æfisögu föður míns geta allir séð, hve mikils
hann mat Steingrím, fyrir hvað margt hann kenndi hon-
um, og hvað marga fyrirmynd hann gat sótt í kveðskap
hans, en einkum dáðist hann að fróðleik hans í skáldskap
og hinni sérstöku vandvirkni hans. Þessu til áréttingar
skal eg tilfæra tvö vers úr erfiljóði því, er faðir minn
orti eftir Steingrím:
„Fannst þú mig ungan,
fáráðan svein,
sjálfur fullger í fræðum,
og sem þinn borinn
bróðir væri’ ég
gafstu mér hug þinn og hjarta“.
„Gafst mér metnað
og með þér leiddir
3*