Skírnir - 01.01.1935, Page 38
36
Gröndal, Steingrímur, Matthías
[Skírnir
upp í Olymps tinda;
þá var ég hár,
er við hlið þér settist
fyrir ádrykkju Appollós".
Hinsvegar mat faðir minn ætíð meira andríki og
hugmyndaflug Gröndals og snilli hans í fornu og nýju
máli þegar honum tókst upp. Og oft heyrði eg föður
minn hafa yfir kafla úr ljóðum Gröndals, er honum þótti
mest til koma, eins og úr kvæðunum Flosi, Prometheus,
Múhamed o. fl. — t. d. þetta úr kvæðinu um Flosa:
„Þá var þögn,
er þreyttir sváfu
horfnir helskýi
og höfgum draumi,
hjálmar voru þeirra
og hvassir geirar
sóti stokknir
og svartar brynjur
------Sumar var í dal,
sveit lá 1 blundi,
smali í seli,
sigur und hjálmi;
stóð atþreyttur
og þrunginn móði,
höfgi var á hergrimmum
höfuðbeinum'1*
Flosi horfir yfir héraðið og sér rjúka úr rústunum
á Bergþórshvoli. Hvarflar honum þá margt í hug út af
þeim örlagaríku viðburðum, sem orðið hafa, því
„enn munu lifa
eggjar dreyrfáðar
óryðgaðrar Rimmugýgjar",
og svo seinasta erindið, þar sem skáldið lætur Flosa
gruna ný tíðahvörf frá heiðnum sið hefndanna til krist-
innar auðmýktar og mannúðar:
„Birtir í austri,
bjarma slær á tinda,
ryðst röðull fram
yfir Ránar sali;
skin mér í hjarta,
skil ég eigi hvaðan,
heilög sól
yfir hvítum beinum“.
Þetta þótti föður mínum frábært listaverk og kom mér
til að elska það og muna ætíð síðan.