Skírnir - 01.01.1935, Síða 40
38
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
[Skírnir
Eg sagði hér á undan — að þegar eg man fyrst eftir
var skáldaröðin þannig: Gröndal, Steingrímur Matthías.
Þegar eg var kominn í skóla 1890, þá var röðin orð-
in önnur. Þá var venjulegt að telja Steingrím fremstan
— en það valt á ýmsu hvort Gröndal eða Matthías var
framar talinn þar á eftir. En Gröndal var þá mjög hætt-
ur að yrkja, svo að hann fór að dragast aftur úr. Eigi
að síður átti hann ágæta vini og dáendur meðal alþýð-
unnar. Það er saga sögð þessu til sönnunar og faðir minn
borinn fyrir henni. Hann var á ferð í Borgarfirði og hitti
þar smaladreng og fer að spjalla við hann um ýmsa
hluti þar á meðal um skáldskap.
„Hver þykir þér nú yrkja bezt af skáldunum
Gröndal, Steingrímur eða Matthías?“ spyr fað.ir minn.
Þá segir strákur:
,,En hann Gröndal. Hinir báðir eru eins og bikkjur,
sem liggja í hverri keldu; en Gröndal er sem gæðingur,
sem skeiðar yfir fen og flóa“. — Gröndal fannst þó
stundum sjálfum sem sinn fífill væri farinn að fölna,
því um svipað leyti var þetta haft eft.ir honum í fyrir-
lestri, er hann hélt í Reykjavík um skáldskap:
„Steingrímur lifir á bringukollum, Matthías á
hryggjarliðum, en eg á hnútum“.
Það er ekki mitt að dæma milli þessara ágætu skáld-
þremenninga, hvern þeirra megi telja mestan listamann.
En svo mik.ið vil eg leyfa mér að segja, að Matthías lifði
það, að skáldaröðin (sem eg áður minntist á) Gröndal,
Steingrímur, Matthías, snerist við, svo að hann, sem var
í fyrstu síðastur, varð að lokum fyrstur í röð í augum
alþýðu. Og það bar margt til þess. Hann lifði þá báða
Gröndal og Steingrím, Gröndal um 13 ár, en Steingrím
um 7, og skáldþróttur entist honum fram til síðasta árs-
ins, s.em hann lifði; og alkunnugt var, að frá sextugu
til áttræðisaldurs, var hann síritandi, og síyrkjandi eins
góð kvæði eða sum betri en nokkru sinni áður. En á því