Skírnir - 01.01.1935, Síða 41
Skírnir]
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
39
sama aldursskeiði mátti segja, að hin skáldin væru með
fremur litlu skáldlegu lífsmarki.
Fyr,ir þetta langlífi sitt og meira starf sem skáld,
þetta sálarfjör, og þennan andlega þrótt, sem honum var
iéður, varð faðir minn miklu kunnari hinni uppvaxandi
kynslóð og samtímanum en hin skáldin.
Hér kom að auki það til greina, að Matthías gjörði
sér miklu meira far um að kynna sig og skoðanir sínar
þjóð sinni en hin skáldin. Þeir voru báðir, eins og eg áður
sagði, tiginbornir og höfðinglundaðir eða aristokratar, en
hann var alþýðumaður og alþýðuvinur frá því fyrsta til
hins síðasta. Þeir voru báð.ir einrænir og létu lítið á sér
bera, og voru heimasætnir, en Matthías var marglyndur,
lét sig stöðugt skipta alla hagi almennings, ferðaðist víða
um landið, og kynntist múg manna og skrifaðist á við
fjölda manna. Hann var tvívegis blaðaritstjóri og þar
fyrir utan alla tíð sískr.ifandi í blöð og tímarit um áhuga-
mál sín og fylgdist vel með skáldskapar-, heimspekis- og
trúmálastefnum hins nýrri tíma. Hins vegar voru þeir
Gröndal og Steingrímur svo að segja bundnir við fyrri
tíma listastefnu, klassicisma (gullaldarstefnu) og róman-
tík, og gáfu sig lítið eða ekki að trúmálum og heimspeki.
Það sem þó allra mest jók á lýðhylli Matthíasar
var í stuttu máli þetta:
Hann varð öllum kær fyrir tækifæriskvæði sín, eink-
um erfiljóðin og söguljóðin. En síðast en ekki sízt sem
trúarskáld og sem heitttrúaður en frjálslyndur klerkur,
og gat því talað við fólkið sem fulltrúi drottins og við
drottinn sem fulltrúi fólksins, og prédikað með sannfær-
ingarkrafti nýja mannúðarkristindóm, þar sem helvíti
og eilífri útskúfun var útskúfað, og þar sem Guð og Krist-
ur voru ekki lengur langt í burtu, heldur búandi í hugum
okkar allra.
Allir munu þeir þremenningar lengi lifa hjá þjóð sinni.
Það er nú gott að heyra. En með hve miklu lífsmarki? Og
hve lengi lifa þeir? Marga mannsaldra? Margar aldir?
Hvað hefir reynslan sýnt um skáldsnillinga fyrri alda eins