Skírnir - 01.01.1935, Side 42
40
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
[Skírnir
og t. d. Eivind skáldaspilli, Egil, Arnórr, Þjóðólf og segj-
um Sturlu Þórðarson og Eystein Ásgrímsson, sem orti
Lilju — ,,er öll skáld vildu kveðið hafa“? Eru þeir ekki
allir að deyja og fölna í minningu þjóðarinnar, — nema
í hugskoti fárra menntamanna? Og er ekki sama að
verða um Hallgrím „er svo vel söng, að sólin skein í
gegnum dauðans göng“. Mér skilst, að hann sé nú einnig
óðum að firnast og muni fylgja hinum skáldunum inn í
Hadesar heim eða skuggaríki endurminninganna. En
hvað er eg að segja? Bráðum rís Hallgrímskirkja í Hval-
firðinum! Skyldi þá ekki aftur birta kringum minningu
okkar blessaða sálmaskálds?
Það kann aldrei góðri lukku að stýra fyrir skáld-
in, þegar fólkið hættir að lesa þau og hættir að læra
sálma þeirra og kvæði. En svo virðist stefna nú á tímum,
þrátt fyrir alla skólana og kennarana. Unglingar læra
í hæsta lagi fyrsta erindi þeirra kvæða, sem sungin eru,
og svo punktum. Og vaxandi fjöldi fólks er hættur að
skilja þau kvæði, sem áður þóttu bezt, og hættir meir og
meir að lesa kvæði, heldur les það miklu fremur reyfara
og klámbækur, sem þeim finnst meira bragð að. En
okkur, sem eldri erum, finnst þetta óáran hin mesta,
og vissulega væri unglingunum hollara að Jesa fremur
kvæði Gröndals, Steingríms og Matthíasar.
Af því, sem nú var sagt, sýnist horfa dauflega nokk-
uð um langlífi skáldþrenningarinnar í minningu fólksins.
En að vissu leyti má segja, að þeim sé efalaust langt
líf fyrirhugað, þ. e. í samhengi íslenzlcrar IjóSagerðar,
eins og Nordal hefir meistaralega gjört grein fyrir.
í upprennandi skáldum framtíðaiúnnar munu gígju-
hljómar skáldanna okkar þriggja enduróma, endur-
vakna og endurskapast mann fram af manni meðan ís-
lenzk tunga er töluð. Þannig hefir og mun ætíð skapast
samhengi íslenzkra bókmennta.
Matthías kvað: