Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 43
Skírnir]
Gröndal, Steingrimur, Matthías.
41
„Það kostar svo mikla mæðu
og margfalt reynslu-stríð,
að sá fyrir lifið hér í heim;
en hvað fyrir eilífa tíð?“
Við höfum talað um stundlega lífið skáldanna.
Hvað nú um eilífa lífið?
Við, sem unnum skáldþrenningunni, Gröndal —
Steingrímur — Matthías — við reynum að trúa því og
óska þess heitt, að þeir l.ifi áfram alla tíma í æðra heimi
— hvort sem sá ágæti verustaður heitir Valhöll, Elysium
eða Paradís. Og eg segi fyrir mitt leyti, — að eg vildi
mega finna þá þar alla saman þrjá á vísum stað, þar
sem þeir þroskast enn að viti og snilli og una vel hag sín-
um — já — ásamt konum sínum öllum, er þeir elskuðu
hér. — Já — eg vil, að þeir séu allir á vísum stað, en
ekki sitt í hverri áttinni, á sífelldum flækingi hér niðri
á jörðinni, úr einum skrokk í annan, ef til vill milli
hinna og þessara leirskálda eða labbakúta.
Stúdentafélagið hér á Akureyri hefir með rösklegri
forgöngu Sig. Guðmundssonar skólameistara fengið því
framgengt, að bæði Alþingi og Akureyrarkaupstaður
hafa veitt vænan fjárstyrk til þ.ess að reist verði vegleg
bókasafnsbygging á Akureyri til minningar um föður
minn á 100 ára afmæli hans í haust. Er þetta mikið gleði-
efni fyrir alla ættingja hans og vini. En við hinir mörgu,
sem unnum skáldþrenningunni Gröndal, Steingrímur,
Matthías— við viljum ekki láta þar við sitja. Við viljum,
að í höfuðstaðnum, þar sem skáldin lifðu sitt fegursta,
þar rísi, áður en langt um líður, veglegur minnisvarð.i
skáldanna, t. d. í Hljómskálagarðinum sunnan við líkn-
eski frænda þeirra Albjarts Thorvaldsens. Og eg vil
að þeir séu albjartir líka, þ. e. að ætíð sé bjart um þá,
bæði nótt og dag. Eg hugsa mér, að þeir standi saman á
stöpli,snúi bökum samanoghorfi í sína áttina hver. Ogþeg-
ar dimmt er, kveikist ljós á þremur ljóskerum neðan við og
andspænis hverjumþeirra,svoað þeir uppljómistallir jafnt,
og stafi geislum frá þeim víðsvegar um garðinn í kring.