Skírnir - 01.01.1935, Page 44
Matthías Jochumsson.
Eftir Árna Pálsson.
Síra Matthías gekk inn í skóla 1859 og var þa 24 ára.
Segir hann svo frá í endurminningum sínum, að hann hafi
snúið sér til eins af skólapiltum áður en hann tók prófið
og beðið hann að reyna kunnáttu sína. Þessi skólapiltur
var Páll Sigurðsson, sem að vísu var nokkrum árum yngri
on Matthías, en þá kominn langt áleiðis í skóla. Páll lét
vel yfir þekkingu nýsveinsins, enda tókst Matthíasi próf-
ið giftusamlega. En við þetta tækifæri hófst aldavinátta
með þessum tveimur mönnum, sem aldrei kólnaði til
æviloka.
Þó að eg væri ungur, er faðir minn andaðist, man eg
hann vel og mörg orð hans og tilsvör hafa mér aldrei úr
minni liðið. Eg held að eg megi fullyrða, að hann hafi
aldrei minnzt neins manns svo oft sem síra Matthíasar.
Og af orðum hans fékk eg þann skilning, að austur í Odda
væri kynlegur maður, — allt öðru vísi en aðrir menn, •—
skáld og andans maður, sem ætti ekki sinn líka á Islandi,
„þegar honum tækist upp“. Af þessum síðustu orðum
skildist mér snemma, að Matthíasi gæti brugðizt bogalist-
in og að það kæmi oft fyrir. Blind aðdáun var föður mín-
um ekki gefin, jafnvel ekki þótt kærustu vinir hans ættu
í hlut. Hann talaði og oft um að Matthías ætti ekki og
mætti ekki skrifa óbundið mál, — og skeikaði honum þar
stórum að minni hyggju. En þess er að gæta, að faðir
minn mun þar sérstaklega hafa átt við landsmálagrein-
ar Matthíasar, er hann var r.tstjóri Þjóðólfs, en að þeim