Skírnir - 01.01.1935, Page 46
44
Matthías Jochumsson.
[Skírnir
En það var fleira og meira, sem tengdi þessa tvo
menn, heldur en sameiginlegt eða skylt viðhorf við kirkju-
málum og trúmálum. Eg hygg, að þeir hafi verið mjög
ólíkir menn að eðlisfari í mörgum greinum. En þeir höfðu
yndi hvor af öðrum, — þeim leið alltaf óvenjulega vel,
hvenær sem fundum þeirra bar saman. Eg minnist einskis
betur úr barnæsku minni, heldur en þegar síra Matthíasar
var von að Gaulverjabæ. „Skyldi hann ekki fara að koma!
Bara að hann komi nú ekki allt of seint“. Og þegar síra
Matthías hafði stigið fæti yfir þröskuldinn í Gaulverja-
bæ, þá var hátíð á því heimili.
Hið fyrsta sinn, er eg sá síra Matthías, sá eg ekkert
annað af honum en bakið. Eg man eftir þessu: stofuhurð-
in í Gaulverjabæ er opin, faðir minn liggur á legubekk, en
frammi fyrir honum stendur mikill maður. Eg sé breitt
bak, digur læri og digra kálfa, og heyri mál mikið inn í
stofuna og róm mikinn yfir málinu. Þetta var harða vorið
1882 og var eg þá á f jórða ári. — Síðar var mér sagt, að
þá hefði Matthías flutt föður mínum erfidrápu sína um
Jón landlækni Hjaltalín. Langa-löngu síðar sagði Guð-
mundur Hannesson eitt sinn, að Matthías hefði haft alla
burði, bæði andlega og líkamlega, til þess að verða hirð-
skáld í fornum sið. Eg man, að þegar eg las þau orð, datt
mér stofan í Gaulverjabæ í hug.
Eg man eftir mörgum komum séra Matthíasar til
Gaulverjabæjar síðar. Þeir neyttu báðir víns og kunnu
báðir að fara með vín. Verst þótti mér að fá ekki að vera
inni hjá þeim. Við krakkarnir vorum þá ekki ennþá sam-
kvæmishæf. En út fyrir dyrnar og upp á loftið heyrðist
mikið tal, sem sjaldan féll í þögn, miklir hlátrar, — hnegg
í öðrum, skellihlátur í hinum, — og „síðan eftir heimsslit
þeir sofa gengu".
Matthías hefir víða minnzt á orðheppni föður míns.
Orðheppni sjálfs hans var áreiðanlega ekki minni. Eg var
tvítugur, þá er eg kynntist honum í fyrsta sinn árið 1898
í samkvæmi, sem við stúdentar héldum honum í Kaup-
mannahöfn. Þá hélt hann ræðu eftir ræðu,— allar stuttar,