Skírnir - 01.01.1935, Side 49
Skírnir]
Matthías Jochumsson.
47
þig og dáðist að því, hvað þú værir hnellinn, því rólegri
varð eg, og seinast gleymdi eg því, að Gráni væri dett-
inn. Og svona fer mér allt af, þegar eg sé þig, mér líður
ekki aðeins andlega vel, heldur færist yfir mig líkamleg
vellíðan af að horfa á þig. Þessi þróttur, fjör og heil-
brigði sálar og líkama, sem geislar af þér, dregur að þér
alla, unga og gamla, karla og konur. Við finnum öll ósjálf-
rátt, að það er gott að vera þar sem þú ert. Þú ert okkur
lifandi vottur þess, hve hátt íslenzkt atgervi getur náð í
trássi við allt, sem í móti blæs, því að þú hefir gengið
undir mörg próf í hinum almenna menntaskóla íslenzkra
örðugleika og staðizt þau cum laude et quidem egregie.
Þess vegna skilur þú svo vel þjóð þína og hún þig, að þú
hefir sjálfur reynt kjör hennar og verið fær í allan sjó.
Þér er ekki fisjað saman. Þess vegna hefir þú verið óhult-
ur, hvort sem þú varst í hákarlalegu vestur undir Jökli,
eða settir bátinn á sker í miðjum Mannabana. Þeir hafa
varla snúið á þig félagar þínir, og víst hefir þú kveðið þá
alla í kútinn; Þegar eg hefi verið að lesa Endurminningar
þínar, sem þú léðir mér um daginn, þá hafa smáatvik úr
lífi þínu fengið dýpri merkingu. Þegar eg t. d. las um það,
er þú varst að temja stóðhrossin þeirra Dalamanna í seli
vestur í Geldingadal og hleyptir eins og Kósakki á harða
stökki yfir holt og klungur sem slétta völlu, þá fannst
mér, að þar mundir þú hafa fengið ágætan undirbúning
til að sitja á Pegasusi, og að þess vegna yrði hinum skáld-
unum svo erfið eftirreiðin, þegar þú lætur klárinn taka
sprettinn. En minnisstæðast er mér það, þegar þú lítilL
drengur varst staddur í flæðiskeri og horfðist í augu við
dauðann. Þér hugkvæmdist þá að smakka á vatninu í
pollunum, þar sem þú stóðst: Salt, salt, salt, nema í efsta
Vollinum. Þann vísdóm lærðir þú í flæðiskeri, að svala-
vatnið er aðeins í efsta pollinum. Og þegar þú segir í einu
síðasta kvæði þínu:
Mér kenndi móðir
að muna það tvennt: