Skírnir - 01.01.1935, Page 51
Dr. Hannes Þorsteinsson,
þjóðskjalavðrður.
Eftir Einar Amórsson.
Dr. Hannes Þorsteinsson var fæddur á Brú í
Biskupstungum 30. ágúst 1860. Faðir hans var Þor-
steinn, bóndi þar (d. 1904), Narfason. Narfi, faðir Þor-
steins, bjó og á Brú og var sonur Ásbjörns bónda i
Fellskoti í Biskupstungum Stefánssonar, Jónssonar á
Gýgjarhóli Gizurarsonar í Tungufelli, Oddssonar á Grafar-
bakka s. st.-Jónssonar. En kona Narfa, og amma Hannesar
var Þórelfur Þorsteinsdóttir frá Kjaransstöðum (Ker-
vatnsstöðum) í Biskupstungum, Jónssonar í Fjalli, Valda-
sonar í Fljótshólum Eiríkssonar. Kona Ásbjörns í Fells-
koti og langamma dr. Hannesar var Elízabet Narfadóttir
yngra í Efstadal Einarssonar. Síðari kona Narfa yngra í
Efstadal og móðir Elízabetar í Fellskoti var Margrét Gunn-
laugsdóttir frá Þúfu í ölvesi Andréssonar, lögréttumanns á
Kröggólfsstöðum Finnbogasonar, og Bóthildar Jónsdóttur,
sem talin er afkomandi Torfa sýslumanns í Klofa. Fað-
ir Narfa yngra í Efstadal var Einar Narfason, bóndi
þar, en móðir hans, og kona Einars Narfasonar, var
Guðrún Magnúsdóttir Einarssonar í Múla í Biskups-
tungum og Guðrúnar Einarsdóttur Þormóðssonar, lög-
réttumanns í Bræðratungu, Ásmundssonar. En fyrri kona
Einars Þormóðssonar og móðir Guðrúnar konu Magnús-
ar í Múla var Guðrún S.igvaldadóttir á Búlandi, Hall-
dórssonar sýslumanns Skúlasonar Sigvaldasonar langa-
lífs. Kona Halldórs sýslumanns var Þórunn Marteins-
4